Ein af kröfum nútímans er að byggja upp skipulagða þjónustu fyrir börn og unglinga í frítímanum. Þar á að vera vettvangur tómstunda, menntunar, menningar og uppeldis undir handleiðslu hæfs starfsfólks.
Í Reykjavík eru fimm frístundamiðstöðvar; Ársel, Gufunesbær, Kringlumýri, Miðberg og Tjörnin. Þær bjóða upp á frístundastarf fyrir alla borgarbúa með megináherslu á barna- og unglingastarf. Einnig bjóða fjölmargir aðrir aðilar upp á skipulagt frístundastarf sem skoða má á fristund.is
Reykjavíkurborg niðurgreiðir þátttöku og æfingagjöld 6-18 ára barna með frístundakortinu.
Frístundamiðstöðvarnar sjá um rekstur félagsmiðstöðva og frístundaheimila (með nokkrum undantekningum) í sínu hverfi . Mikið er lagt upp úr framboði á fjölbreyttu og áhugaverðu frístundastarfi.
Sjá starfsskrá frístundamiðstöðva 2015.
Stefna um frístundastarf í Reykjavík fram til 2025
Frístundamiðstöðvarnar í Reykjavík:
Ársel í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti
Framkvæmdastjóri: Árni Jónsson, s: 411 5800
arni.jonsson1@rvkfri.is,
Tjörnin í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ
Framkvæmdastjóri: Guðrún Kaldal, s: 411 5700
gudrun.kaldal@rvkfri.is,
Gufunesbær í Grafarvogi og á Kjalarnesi
Framkvæmdastjóri: Atli Steinn Árnason, s: 411 5600
atli.steinn.arnason@rvkfri.is,
Kringlumýri í Laugardal og Háaleiti
Framkvæmdastjóri: Haraldur Sigurðsson, s: 411 5400
haraldur.sigurds@rvkfri.is,
Miðberg í Breiðholti
Framkvæmdastjóri: Helgi Eiríksson, s: 411 5750
helgi.eiriksson@rvkfri.is