Til að samstarf barna, foreldra og starfsfólks í frístundastarfi verði sem best er mikilvægt að réttindi hvers og eins séu skýr. Frístundastarf á vegum sveitarfélaga er starfrækt samkvæmt Æskulýðslögum og í Reykjavík er starfið jafnframt byggt á Starfsskrá skrifstofu tómstundamála, borgarráðssamþykktum, starfsáætlunum skóla- og frístundasviðs og starfsáætlunum frístundamiðstöðvanna.