Félagsmiðstöðvarnar bjóða upp á fjölbreytt frístundatilboð fyrir 10-12 ára börn 1-2 sinnum í viku eftir að skóladegi lýkur og smiðjur yfir sumartímann. Starfið með börnum á þessum aldri hefur að markmiði að kynna fjölbreytta möguleika í frístundastarfi, bjóða börnunum þeim upp á góðan valkost í frítímanum og samveru með jafnöldrum sínum. Opnunartíma og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðum félagsmiðstöðvanna.

Námskeið og smiðjur

Á veturna eru í boði námskeið og smiðjur eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Það ræðst af viðfangsefninu hversu langt námskeiðið er hverju sinni. Sama gildir um smiðjurnar sem eru yfir sumartímann. Þær ná yfir mislangt tímabil og hafa í auknum mæli færst yfir á að vera í einn dag í senn.

Meginmarkmiðið með námskeiðunum og smiðjuvinnunni er að kynna fyrir börnunum fjölbreytta möguleika í frístundastarfi, vekja áhuga þeirra á taka þátt í því að sjá þeim fyrir uppbyggilegri afþreyingu í frítímanum.

Hópastarf

Markmiðið með hópastarfi er mismunandi eftir eðli starfsins hverju sinni, s.s. að efla samskiptahæfni og styrkja sjálfsmynd. Hópastarf er góð leið til að virkja börnin til þátttöku og ábyrgðar í frístundastarfi og veita þeim vettvang til að þjálfa sig í samskiptum og eiga ánægjulegar samverustundir með jafnöldrum sínum. Einnig gefst með hópastarfinu tækifæri til að kynna fyrir börnunum í minni hópum ýmsa spennandi möguleika í frístundastarfi og vinna að afmörkuðum verkefnum sem henta síður í fjölmennari hópum, s.s. verkefni tengd sjálfsstyrkingu, vinna með hópeflis- og samskiptaleiki og skipuleggja ákveðna viðburði.

Opið starf

Börnin hittast 1-2 í viku í félagsmiðstöðinni yfir vetrartímann þar sem ýmis tómstundatilboð eru í gangi sem opin eru öllum, s.s. borðtennis, bandí, billjard, spil, leikir o.fl. Stundum er árgöngunum skipt upp og unnið með þá einn í einu, allt eftir stærð hópsins og þörfum hans hverju sinni.

Áhersla er lögð á að virkja börnin til þátttöku og veita þeim vettvang til ánægjulegra samveru með jafnöldrum sínum.