Meginreglan er að nemendur ljúki grunnskólanámi að loknum 10. bekk. En fræðsluskylda er til 18 ára aldurs. Að loknum 10. bekk geta nemendur sótt um nám í framhaldsskóla. Það er gert á heimasíðu menntamálaráðuneytisins.

Lög um grunnskóla gera ráð fyrir að nemendur geti lokið grunnskóla fyrr. Forsenda þess er sú að skólastjóri viðkomandi skóla staðfesti að nemandinn hafi lokið tilskildu námi.