• grunnskólastarf
  • Á leið í skólann

Öll börn eru skólaskyld á því ári sem þau ná 6 ára aldri og hafa forgang að sínum hverfisskóla en foreldrar geta einnig sótt um skólavist í öðrum hverfisskóla eða í sjálfstætt starfandi skóla fyrir barnið. Frístundaheimili eru starfrækt við alla grunnskóla Reykjavíkurborgar. Þau bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar skóladegi 6-9 ára barna lýkur.

Innritun barna fædd árið 2015 í grunnskóla og á frístundaheimili borgarinnar fyrir skólaárið 2021-2022 hefst miðvikudaginn 3. mars 2021. Foreldrar og börn munu fá póstkort þar að lútandi. 

Innritun í skóla og á frístundaheimili fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík. 

Þegar sótt hefur verið um fer umsóknin rafrænt til viðkomandi skóla og forráðamenn fá staðfestingu um móttöku umsóknar í „Síðan mín“. Þegar skóli hefur samþykkt skólavist kemur einnig staðfesting um það.

Skólasetning í grunnskólum verður mánudaginn 23. ágúst haustið 2021. 
Skóladagatal 2021-2022

Sjá Að byrja í skóla- og frístundastarfi

Innritun í sjálfstætt starfandi skóla

Ef börn innritast í sjálfstætt starfandi skóla, sérskóla eða fara erlendis er óskað eftir að upplýsingar um það verði sendar á netfangið sfs@reykjavik.is. Sama á við ef börn fara í almennan grunnskóla utan Reykjavíkur. 

Skólinn og frístundastarfið gegnir afar mikilvægu félagslegu hlutverki fyrir öll börn. Langflestir foreldrar kjósa hverfisskólann, þannig aukast líkur á því að barnið eignist vini og kunningja í nærsamfélaginu og auk þess er styttra fyrir barnið að sækja skóla. Afar mikilvægt er að barnið finni að foreldrar beri traust til skólans og séu í góðum samskiptum við kennara og skólastjórnendur.          

Foreldrar eiga, samkvæmt 18. gr. laga um grunnskóla nr. 91/ 2008, rétt á að velja annan skóla í sveitarfélaginu fyrir börn sín. Telji þeir það þjóna betur hagsmunum barnsins að sækja skóla utan hverfis senda þeir umsókn til þess skóla. Skólinn tekur inn nemendur nema plássleysi hamli.

Hægt er að senda inn fyrirspurnir um innritun á sfs@reykjavík.is