Sum börn eiga tímabundið eða til lengri tíma við hegðunarvanda að glíma í skóla- eða frístundastarfi. Slíkt getur reynt mikið á foreldra, starfsfólk, aðra nemendur en ekki síst á barnið sjálft. Fyrsta skrefið er alltaf að leita skýringa á hegðuninni og finna leiðir sem draga úr vandanum.

Sum börn eiga tímabundið eða til lengri tíma við hegðunarvanda að glíma í skóla- eða frístundastarfi. Slíkt getur reynt mikið á foreldra, starfsfólk, aðra nemendur en ekki síst á barnið sjálft. Fyrsta skrefið er alltaf að leita skýringa á hegðuninni og finna leiðir sem draga úr vandanum.

Sjaldan reynir jafn mikið á samstarf foreldra, kennara og annars starfsfólk og þegar erfið tilvik barna með hegðunarvanda koma upp, einkum ef foreldar og starfsfólk hafa ólíkar hugmyndir um hvað sé góð hegðun. Mikilvægt er þá að upplýsingagjöf og samráð sé skipulegt. Það skilar bestum árangri þegar nemandinn upplifir umhyggju fullorðna fólksins og skynjar að það er samstíga í væntingum sínum. Umfram allt þarf að komast hjá því að nemandinn upplifi að það sé ágreiningur á milli foreldra og kennara um leiðir til úrbóta.

Foreldrar ættu að hafa í huga að:

  • Hlusta á barn sitt og hvetja það til að útskýra sjónarmið sín.
  • Gera kröfur um þroskaða hegðun barna sinna og setja skýr mörk um hvað sé tilhlýðilegt og hvað ekki með því         að útskýra afleiðingar.
  • Oft er hegðun barna ekki eins í skólanum, frístundastarfinu og heima.
  • Kennarinn/frístundaráðgjafinn þarf að gæta hagsmuna allra nemenda sinna en foreldrar gæta fyrst og fremst         hagsmuna síns barns.
  • Mikilvægt er að skoða málin frá fleira en einu sjónarhorni.
  • Foreldrar eru mikilvægustu stuðningsaðilar barna sinna.