Öll börn á skólaskyldualdri hafa forgang að skóla í sínu hverfi, en foreldrar geta valið annan skóla í sveitarfélaginu samkvæmt reglum þess (18. gr. laga um grunnskóla nr. 91/ 2008).
Foreldrar allra barna sem verða 6 ára á skólaárinu fá sent bréf í febrúar um tilhögun innritunar í grunnskóla. Innritað er í grunnskóla í gegnum Rafræna Reykjavík. Ef eldri nemendur í hverfisskólum skipta um skóla þarf að tilkynna það til skólayfirvalda (sfs@reykjavik.is) og þess skóla sem barnið er að hætta í.
Nemendur eiga rétt á strætómiðum frá skólanum þegar þeir eru í 1. – 5. bekk og búa í meira en 1,5 km gönguleið frá hverfisskóla sínum eða eru í 6. – 10. bekk og í búa meira en 2 km gönguleið frá hverfisskóla sínum.Velji foreldrar að barn þeirra gangi í annan skóla en þann hverfisskóla sem lögheimilið er í, fær nemandinn ekki strætómiða.
Sjá upplýsingar um nemakort á vef Strætó.
Í einstaka tilfelli óska foreldrar eftir að barn þeirra sæki skóla tímabundið í öðru sveitarfélagi og þarf að sækja sérstaklega um það:
Beiðni um námsvist í grunnskóla utan sveitarfélaga
Stundi nemandi grunnskólanám í öðru sveitarfélagi en því sem hann á lögheimili semja sveitarfélögin sín á milli um greiðslur.
Sjá viðmiðunarreglur um greiðslur vegna nemenda sem stunda nám utan lögheimilis sveitarfélags.