• Leikskólar

Foreldrar geta sótt um og valið þann leikskóla sem þeir telja að henti þeim og barni þeirra best. Telji þeir það þjóna betur hagsmunum barnsins að sækja leikskóla utan heimahverfis geta þeir sótt um hvaða leikskóla sem er í borginni.

Langflestir foreldrar kjósa þann leikskóla sem er næstur heimili fjölskyldunnar. Það getur haft margvíslegan ávinning í för með sér fyrir barnið og foreldrana, styttra er að fara á milli staða og meiri líkur eru á að tengsl myndist við aðrar fjölskyldur og börn í hverfinu. Eftir því sem börnin eldast styrkist félagslegt hlutverk leikskólans og þá getur skipt máli að stutt sé að fara í heimsókn til vina. Fyrst og fremst skiptir þó máli að foreldrar beri traust til  leikskólans og séu sátt við faglegar áherslur og menningu hans.

Ungbarnadeildir eru við 26 leikskóla borgarinnar.