Markvisst er fylgst með gæðum fagstarfsins í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar.

Sjálfsmat

Eins og fram kemur í stefnu og starfsáætun allra skóla setja þeir sér markmið og gera áætlun um hvernig þeir hyggjast vinna að þeim. Virkt sjálfsmat auðveldar sérhverjum skóla að fylgjast með því hvernig honum tekst að fylgja eftir markmiðum sínum. Árlega metur skólinn hvernig miðar og hvernig skólinn hyggst takast á við hindranir. Sjálfsmatið er uppfært árlega og niðurstöður þess birtar á heimasíðu skólans. Sjálfsmatið nær til allra helst þátta skólastarfs.

Ytra mat

Ytra mat er unnið af sérfræðingateymi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og er viðbót við árlegt sjálfsmat hvers skóla. Stefna Reykjavíkurborgar í menntamálum er höfð til viðmiðunar, svo og lög, reglugerðir, aðalnámskrá og stefnumótun borgarinnar í starfsmannamálum og mannréttindamálum.

Í skólaheimsókn í grunnskóla er gerð vettvangsathugun í kennslustofu og rætt við nemendur, foreldra og starfsmenn skólans í rýnihópum. Farið er yfir skólanámskrá og helstu áætlanir um skólastarf og rýnt er í heimasíðu skólans. Niðurstöður matsins eru settar fram í skýrslu þar sem dregnir eru fram styrkleikar og veikleikar í skólastarfinu. 

Heildarmat er gert á nokkurra ára fresti og er mikilvægt tæki til að fylgja eftir stefnumiðum í menntamálum og tryggja gæði menntunar.

Meira um mat á skóla- og frístundastarfi