Þær breytingar verða helstar þegar nemandinn kemst á miðstig (5.-7. bekk) að kennslustundum fjölgar og bóknám eykst. Gengið er út frá því að börn á miðstigi geti lesið sér til gagns og ánægju. Algengt er að umsjónarkennari, einn eða fleiri, kenni flestar bóklegar námsgreinar.

Próf

Samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir í 7. bekk.

Kennslutími

Nemendur í 5.–7. bekk eiga rétt á 4.200 mínútum á viku í kennslu.

Félagsmiðstöðvarstarf fyrir börn á miðstigi

Í hverju hverfi er boðið upp á fjölbreytt frístundatilboð fyrir börn í 5. - 7. bekk eftir að skóladegi lýkur og yfir sumartímann. Starfið er í formi námskeiða, hópastarfs eða opins starfs. Starf fyrir þennan aldurshóp hefur það að markmiði að kynna fyrir börnunum fjölbreytta möguleika í frístundastarfi, bjóða þeim upp á skemmtilegan valkost í frítímanum og samveru með jafnöldrum sínum undir handleiðslu fullorðinna.