• Gaman í Langholtsskóla

Í leikskólanum fá börnin daglega morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Leitast er við að skapa gæðastundir í kringum máltíðir og góða matarmenningu með samveru og samkennd. Leikskólaráðgjafi og verkefnisstjóri í lýðheilsu á skrifstofu skóla- og frístundasviðs er í samstarfi við þá sem veita ráðgjöf um starfsemi í mötuneytum leikskóla.

Í leik- og grunnskólum og í frístundastarfi er lögð áhersla á hreyfingu og hollan mat sem uppfyllir viðmið Landlæknisembættisins.

Leikskólar

Í leikskólanum fá börnin daglega morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Leitast er við að skapa gæðastundir í kringum máltíðir og góða matarmenningu með samveru og samkennd. Leikskólaráðgjafi og verkefnisstjóri í lýðheilsu á skrifstofu skóla- og frístundasviðs er í samstarfi við þá sem veita ráðgjöf um starfsemi í mötuneytum leikskóla.

Grunnskólar

Í grunnskólum stendur foreldrum til boða að kaupa áskrift að næringarríkum og hollum hádegisverði á hverjum degi. Gjald fyrir skólamáltíðir í Reykjavík er 355 kr. á máltíð eða 7.100 kr. á mánuði. Foreldrar greiða einungis skólamáltíð fyrir tvö börn, önnur njóta 100% afsláttar.

Skráning fyrir mataráskrift í grunnskólum borgarinnar fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík. Flestir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur nýta sér skólamötuneytin. Óski foreldrar frekari upplýsinga um fyrirkomulag matarmála í skóla barna sinna ættu þeir að snúa sér beint til skólans.

Séu börn með mataróþol eða ofnæmi  er mikilvægt að starfsfólk mötuneytanna  og/ eða frístundaheimila séu upplýst um það. 
Sjá nánari upplýsingar.

Til að tryggja sem best öryggi barna og nemenda í leik- og grunnskólum borgarinnar eru mötuneytin  með virkt innra eftirlit eins og krafist er í reglugerð. Þetta þýðir að mötuneytin þurfa m.a. að tryggja að vörur séu í lagi við móttöku, fylgjast vel með viðkvæmri matvöru, fylgja þrifaáætlun og virða umgengnisreglur. 

Gert er ráð fyrir að nemendur í grunnskólum borði hollan morgunverð heima hjá sér áður en þeir fara í skólann. Nokkur dæmi eru þó um að skólar bjóði upp á hafragraut á morgnana. Algengt er að nemendur í grunnskólum taki með sér létt nesti fyrir morgunhressingu sem gjarnan er neytt um tíuleytið. Oft eru skólarnir með tillögur um nesti, t.d. ávexti, grænmeti eða annan hollan og einfaldan bita. Æskilegt er að foreldrar og skólinn komi sér saman um hvers konar nesti sé æskilegast. Snyrtilega skorið og pakkað nesti er lystilegt fyrir öll börn.

Frístundaheimili

Á frístundaheimilum er boðið upp á síðdegishressingu og eru leiðbeiningar Lýðheilsustöðvar hafðar að leiðarljósi. Sjá leiðbeiningar Landlæknisembættisins.

Ýmist sjá starfsmenn og börn á frístundaheimilunum um hressinguna en einnig er í sumum tilfellum haft samstarf við skólann um umsýslu og innkaup.

Það er stefna frístundaheimilanna að hafa síðdegishressinguna eins heimilislega og hægt er. Börnin eru oftar en ekki virkjuð til að aðstoða við framreiðslu og stundum eru það jafnvel börnin sjálf sem sjá um vöfflubakstur eða minni bökunarverkefni. Síðdegishressingin gegnir stóru hlutverki í þjálfun barna í bæði lýðræðislegum vinnubrögðum sem og góðum og gegnum borðsiðum.