Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 IV. kafla er fjallað um rétt og ábyrgð nemenda.

Réttindi

Nemendur eiga að fá nám við hæfi,fá tækifæri til að njóta hæfileika sinna og búa við öryggi í skólanum. Þeir eiga rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi ákvarðanir sem snerta þá. Taka skal tillit til sjónarmiða þeirra eins og unnt er.

Viðbrögð við broti á réttindum

Það er hlutverk foreldra að gæta þess að skólinn uppfylli réttindi barna þeirra. Ef grunur vaknar um að brotið sé á rétti nemenda ættu foreldrar umsvifalaust að hafa samband við umsjónarkennara. Ef það skilar ekki árangri ættu foreldrar að leita aðstoðar skólastjóra eða sérfræðiþjónustu skólans (þjónustumiðstöð).

Skyldur

Nemendur bera ábyrgð á námi sínu, framkomu sinni og samskiptum með hliðsjón af aldri og þroska. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks, fylgja almennum umgengnisreglum og fara eftir skólareglum.

Viðbrögð við broti á skyldum

Ef alvarlegur misbrestur verður á ber kennara að leita orsaka og reyna að ráða bót á því ásamt nemandanum og foreldrum hans. Ef þetta skilar ekki árangri skal kennarinn leita aðstoðar skólastjóra og sérfróðra ráðgjafa skólans.

Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. (Lög um grunnskóla, IV kafli nr. 91/2008).