• ""

Þrír hópar mynda skólasamfélagið; börn og unglingar, starfsfólk og foreldrar. Til að samstarf þessara hópa verði sem best er mikilvægt að allir aðila þekki réttindi sín og ábyrgð. Sjá reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fjallar um mannréttindi barna. Mikilvægt er að sem flestir þekki hann og læri að nota í öllum samskiptum við börn. Ekki síður er mikilvægt að börn læri að þekkja mannréttindi sín svo þau sjálf öðlist hæfni í að skilja þegar brotið er gegn réttindum þeirra. Telja má víst að börn séu líklegri til að segja frá ofbeldi t.d. og leita sér hjálpar ef þau eru upplýst um hvað má og hvað ekki. Með þekkingu á Barnasáttmálanum getur virðing allra í skólasamfélaginu, sérstaklega gagnvart börnum, aukist.

Hafðu samband ef þú ert með ábendingar um leikskóla-, grunnskóla- eða frístundastarf; sfs@reykjavik.is