• Barn í Klettaskóla við tölvuskjá

Í Reykjavík eru tveir sérskólar sem þjóna nemendum af öllu landinu, Klettaskóli og Brúarskóli. 

Klettaskóli er fyrir nemendur með miðlungs og alvarlega þroskahömlun og nemendur með væga þroskahömlun og viðbótarfatlanir.

Brúarskóli er tímabundið úrræði fyrir nemendur með alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda sem eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum og nemendur sem eru komnir í vanda vegna fíkniefnaneyslu og/eða afbrota.

Í grunnskólum Reykjavíkur eru fimm sérhæfðar sérdeildir fyrir nemendur með einhverfu;  í Foldaskóla, Háaleitisskóla, Langholtsskóla, Fellaskóla og Vogaskóla.

Í Hlíðaskóla er Táknmálssvið fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta nemendur.