• Síðdegishressin

Í öllu starfi með börnum og unglingum er mikilvægt að huga vel að næringu. Á frístundaheimilum fyrir 6-9 ára börn er þess sérstaklega gætt að þau fái holla síðdegishressingu. Fylgt er leiðbeiningum landlæknisembættisins.

Sérhver málltíð er mikilvæg félagsleg athöfn sem gefur börnum færi á að þroska líkamlega og félagslega færni. Víða fá börnin að velja hvað er boðið upp á í síðdegishressingu við sérstök tilefni, eða t.d. einu sinni í viku. Við umræður og ákvarðanir um hvað skuli vera á boðstólum gefst einnig kjörið tækifæri til að ræða um hollustu og næringargildi matarins.