• ""

Í Reykjavík eru starfræktir sex sjálfstætt starfandi skólar og er innritað í þá í skólunum sjálfum. Foreldrar allra barna sem verða 6 ára á skólaárinu fá sent bréf í febrúar um tilhögun innritunar í grunnskóla. Fari börnin ekki í hverfisskóla heldur í sjálfstætt starfandi skóla, sérskóla eða flytjist burt, þarf að láta skólayfirvöld vita um þá tilhögun. Sérstakt eyðublað fylgir með innritunarbréfinu vegna þessa.

Ef eldri nemendur í hverfisskólum skipta um skóla þarf að tilkynna það til skólayfirvalda (sfs@reykjavik.is) og þess skóla sem barnið er að hætta í.

Landakotsskóli,

Tjarnarskóli,

Skóli Hjallastefnunnar í Reykjavík,

Suðurhlíðarskóli,

Skóli Ísaks Jónssonar

Waldorfskólinn Sólstafir

Upplýsingar um innritun og hugmyndafræði skólana eru á heimasíðum þeirra.