Skipt um leikskóla

Ef foreldrar ákveða að flytja barn sitt á milli leikskóla þarf að byrja á því að sækja um flutning fyrir barnið í innritunarkerfi borgarinnar í Rafrænni Reykjavík en hægt er að leita aðstoðar hjá leikskólastjóra. Starfsfólk leikskólana og foreldrar hafa samráð sín á milli um hvernig staðið skuli sem best að flutningi barnsins á milli leikskóla. Uppsagnarfrestur á dvalarsamningi er einn mánuður og miðast við mánaðarmót. Þegar barn flyst á milli leikskóla bera leikskólastjórar ábyrgð á því að allar nauðsynlegar upplýsingar um barnið flytjist í nýja leikskólann.

Skipt um grunnskóla

Ef nemandi skiptir um skóla vegna flutninga eða af öðrum ástæðum þarf að skrá hann í nýjan skóla í gegnum Rafræna Reykjavík. Ef skólaskipti eru ekki á þeim tíma þegar nýskráning fer fram þurfa foreldar að byrja á því að ræða við stjórnendur í þeim skóla sem sótt er um til að tryggja að örugglega sé pláss fyrir nemandann í honum.