• skólastarf

Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu og fyrir börn undir skólaskyldualdri samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008. Leikskólinn annast uppeldi og menntun barna að ósk foreldra og í samræmi við lög þar til börnin hefja grunnskólanám árið sem þau verða sex ára.

Leikskólaárin eru ein mikilvægustu mótunarár barna og farsæl leikskólaganga leggur grunn að þroska þeirra og færni. Nám í leikskóla fer fram í gegnum leik og skapandi starf þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta.
Allir leikskólar gera skólanámskrá byggða á aðalnámskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Sjá læsisstefnu leikskóla í flettiútgáfu.

Grunnskóla- og frístundastarf skipar stóran sess í lífi allra barna í allt að 10 ár. Þar öðlast þau ekki einungis menntun heldur þroskast líka félagslega. Reynsla og árangur barnsins í skóla- og frístundastarfi hefur veruleg áhrif á allt líf þess til frambúðar. Jafnframt hefur skólinn og frístundastarfið mikil áhrif í daglegt líf fjölskyldunnar á meðan á skólagöngunni stendur og allir foreldrar þurfa að eiga samstarf við skólann í áratug eða lengur. Það getur því skipt sköpum að gagnkvæmt taust og virðing ríki milli skólaforeldra og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi.