• ""

Leikskólinn

Í  leikskólanum fær barnið morgunverð, hádegisverð og nónhressingu. Boðið er upp á næringarríkan mat sem uppfyllir hollustuviðmið. Börn og fullorðnir sitja saman við matarborðið og leitast er við að skapa góða matarmenningu með samveru og samkennd.

Mikilvægt er að foreldrar upplýsi leikskólastarfsfólk ef börn þeirra geta ekki borðað allan mat vegna mataróþols, ofnæmis eða af trúarlegum ástæðum. 

Leikskólar geta nýtt sér leiðarvísi frá næringarfræðingi til að skipuleggja veitingar fyrir afmælis og kveðjuveislur í leikskólum. Leiðarvísir um veitingar fyrir afmælis- og kveðjuveislur í leikskólum 

Grunnskólinn

Allir nemendur í grunnskólum borgarinnar hafa aðgang að hádegismat í skólanum. Verðið er það sama í öllum skólum borgarinnar en ekki þarf að greiða fyrir fleiri en tvö börn frá hverju heimili sem eru í sama skóla á sama tíma.

Matseðill er birtur á heimasíðu skóla.
Skráning í mötuneyti fer fram í Rafrænni Reykjavík

Handbók um skólamötuneyti

Gæðahandbók fyrir skólamötuneyti - innra eftirlit

Eyðublað vegna ofnæmis eða fæðuóþols.

Helga Sigurðardóttir er gæðastjóri möguneytismála og veitir ráðgjöf um starfsemi í mötuneytum leikskóla og grunnskóla.