Í lögum um grunnskóla, nr.91/2008 , 8. gr. segir að við grunnskóla skuli starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald.

Hlutverk

Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.

Sjá myndbandið Hvað er skólaráð?

Fulltrúar í skólaráði

Skólaráð er skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara, einum fulltrúa annars starfsfólks í skólanum, tveimur fulltrúum nemenda, tveimur fulltrúum foreldra auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs. Skólaráð velur að auki níunda fulltrúa ráðsins úr grenndarsamfélaginu t.d. úr æskulýðs- og tómstundastarfi, þjónustumiðstöð eða einstakling sem sýnt hefur skólastarfinu áhuga. Einnig má velja þriðja foreldrið sem níunda fulltrúann.

Valið í skólaráð

Miðað skal við að skipað sé til ráðsins í upphafi skólaárs fyrir lok septembermánaðar Kosningum skal haga á eftirfarandi hátt:
  • Tveir fulltrúar kennara skulu kosnir á kennarafundi.
  • Einn fulltrúi annars starfsfólks skal kosinn á starfsmannafundi þess.
  • Tveir fulltrúar foreldra skulu kosnir samkvæmt starfsreglum foreldrafélags, sbr. 9. gr. laga nr. 91/2008 um, grunnskóla,
  • Tveir fulltrúar nemenda skulu kosnir samkvæmt starfsreglum nemendafélags, sbr. 10. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla,

Skólaráð skal sjálft velja einn fulltrúa úr hópi íbúa í grenndarsamfélaginu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Kosið er til tveggja ára í senn.

Sjá myndband um skólaráð. 

Sjá Handbók um skólaráð.