Skóli án aðgreiningar

Í skóla án aðgreiningar er sérhverju barni mætt í námi og félagsstarfi óháð atgervi þess og stöðu. Fullgild og virk þátttaka allra barna og virðing fyrir réttindum þeirra er leiðarljós reykvískra grunnskóla.

Að allir nemendur eigi kost á að sækja hverfisskóla sinn þar sem þeir fá kennslu við sitt hæfi. Þetta merkir m.a. að foreldrar barna með alvarlegar fatlanir geta valið um það hvort börn þeirra sæki hverfisskóla, sérskóla eða sérdeildir. Er þetta í samræmi við 16. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008. Sú grein byggir m.a. á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var á Íslandi 1992 og Salamanca- yfirlýsingunni frá 1994.

Skóli án aðgreiningar? - sjá hlaðvarp.