Reykjavíkurborg veitir starfsleyfi til dagforeldra og sinnir eftirliti. Fyrsta starfsár telst reynslutími og má dagforeldri ekki gæta fleiri en fjögurra barna samtímis á þeim tíma, að meðtöldum eigin börnum undir sex ára aldri. Eftir eins árs samfelldan starfstíma getur Reykjavíkurborg veitt leyfi fyrir einu barni til viðbótar.
Daggæsluráðgjafar á þjónustumiðstöðvum veita dagforeldrum ráðgjöf og fá dagforeldrar heimsókn frá þeim að minnsta kosti árlega. Markmið ráðgjafarinnar er að veita faglegan stuðning við starfið. Daggæsluráðgjafar á þjónustumiðstöðvum veita foreldrum einnig ráðgjöf og svara fyrirspurnum frá þeim.
 
Reykjavíkurborg sinnir eftirliti með starfsemi dagforeldra. Fylgst er með fjölda barna, farið yfir öryggisatriði og aðbúnað barnanna. Þrjár óboðaðar eftirlitsheimsóknir eru á ári á hvern starfsstað. Mikilvægt er að foreldrar séu virkir í að koma með ábendingar og athugasemdir ef eitthvað veldur þeim áhyggjum í daggæslunni. Hægt er koma með ábendingar undir nafnleynd.
 
Bæði foreldrum og dagforeldrum ber að tilkynna til Barnaverndar ef aðstæður barna eru ekki með viðunandi hætti.
 
 
 
 
Athugasemdir og ábendingar vegna daggæslu í heimahúsum má senda á netfangið sfs@reykjavik.is