• Foreldrasamstarf

Löng hefð er fyrir heimanámi  í grunnskólum og sumum finnst það mikilvægt. Full ástæða er þó til að hafa í huga að vinnudagur barna er orðinn mjög langur þegar þau koma heim úr skóla og að þau hafa eins og annað fólk þörf fyrir frístundir og vera með fjölskyldu sinni og vinum. Ekki hefur tekist að sýna fram á það með óyggjandi hætti að heimanám bæti námsárangur  (Kohn, 2009; Canadian Council on Learning, 2009). Þegar tíminn sem foreldrar og börn eiga saman er naumur er mikilvægt að honum sér varið á jákvæðan og ánægjulegan hátt.

Góðar upplýsingar

Þegar samkomulag hefur orðið um að barnið sinni hluta af námi sínu heima er mikilvægt að foreldrar hafi góðar upplýsingar um verkefnin svo þeir þekki markmið þeirra og hafi tök á að aðstoða barn sitt eftir þörfum.

Lestur

Rannsóknir hafa sýnt að til þess að lestrarnám gangi vel er mikilvægt að foreldrar aðstoði börn sín. Einnig ættu foreldrar að halda áfram að lesa fyrir börn sín jafnvel þótt þau séu sjálf farin að lesa.
Meira um lestrarnám.
Sjá Lærum saman

Jákvætt viðhorf

Afar mikilvægt er að börn hafi jákvætt viðhorf til námsins og skólans. Þess vegna þurfa foreldar að gæta þess að heimanámið sé við hæfi og láta kennara vita ef það verður íþyngjandi fyrir fjölskylduna.

Heimanám - ýmis góð ráð

Hér til hægri má finna ýmis góð ráð fyrir foreldra við heimanámið.