Þemavinna er orðin allföst í sessi í skólum landsins. Hún á það sameiginlegt með söguaðferðinni að í staðinn fyrir að viðfangsefnið sé t.d. ákveðin bók s.s. um Norðurlönd, þá er það Norðurlöndin í víðum skilningi og nálgunin getur verið afar fjölbreytt. Í bókinni Skapandi skólastarf er þemanám skilgreint á eftirfarandi hátt:

- Þemanám er heildstætt viðfangsefni þar sem nemendur hafa lagt ýmislegt af mörkum, bæðisem einstaklingar og í hópum. Upplýsingum hefur verið safnað og þær flokkaðar, skráðar og miðlað til annarra með ýmsum hætti. Bein reynsla sem fengin er með athugunum og glímu við ákveðin úrlausnarefni ( problem-solving) er sérstaklega mikilvæg. Markmið hvers þemaverkefnis um sig, bæði almenn og sértæk eru ákveðin af kennurunum - ( Wares 1982:1-2).

Auðvelt er að útfæra þemaverkefni með tölvu- og upplýsingatækni. Athyglisvert starf af þessum toga hefur verið unnið í Selásskóla og Laugalækjarskóla. Þar vinnur hver árgangur ákveðið þemaverkefni og býr síðan til kynningu í Microsoft Power Point og flytur fyrir nemendur og foreldra.

Sjá heimild.