• Útivist

Í leikskólum, grunnskólum og í frístundastarfi er lögð rík áhersla á hvers konar útivist, svo og á formlegt sem óformlegt útinám í leik og starfi. Nokkrir leikskólar og grunnskólar hafa lagt sérstaka áherslu á útinámið og komið sér upp aðstöðu til leikja og kennslu undir opnum himni. Ferskt loft og sú ánægja sem fylgir því að takast á við sjálfan sig og náttúruna er öllum hollt, á hvaða aldri sem er.

Í frístundastarfi SFS má nefna útivistarsvæði á borð við Gufunes sem stendur bæði einstaklingum og hópum til reiðu.

Aðrar áhugaverðar slóðir:

Ævintýri á gönguför

Náttúruskólinn

Á heimasíðu Samanhópsins eru upplýsingar um útivistartíma barna og unglinga