• Útieldun

Sérhver skóli tekur ákvörðum um þær vettvangsferðir sem börn og nemendur hans fara í.

Í leikskólum er farið í vettvangsferðir með börnin bæði í námasta umhverfi leikskólana og í lengri ferðir en þá er farið með börnin í strætó eða rútu. Fjöldi starfsmanna í þessum ferðum fer eftir aldri og fjölda barnanna til að gæta sem best öryggis fara aldrei færi en tveir starfsmenn í vettfangsferðirnar og hafa þeir með sér farsíma. Það er í höndum foreldra að undirrita samning um að barnið fari í vettvangferðir með starfsfólki.

Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 á nám í að vera nemendum að kostnaðarlausu því er óheimilt að taka gjald vegna ferðalaga sem falla undir vettvangsnám eða eru að öðru leyti hluti af skyldunáminu. Þó er heimilt að taka gjald fyrir uppihald í námsferðum, að höfðu samráði við foreldra (31. gr.). Með uppihaldi er átt við fæði og gistingu.

Vettvangsferðir skipa stóran sess í öllu frístundastarfi. Það er mikilvægt að börn og unglingar kynnist sínu nánasta umhverfi sem best og takist á við áskoranir og sem hæfa aldri, þroska og getu hverju sinni.

Í vettvangsferðum er fyllsta öryggis gætt og er starfsmannafjöldi miðaður við aldur og þroska barna og unglinga. Að auki hafa verið settir mjög skýrir verkferlar sem starfsmenn vinna eftir í slíkum ferðum.