þriðjudagur, 10. júní 2014

Það ríkti gleði og glaumur í Breiðholtslaug síðasta föstudag þegar fjögur verkefni ungs fólks í Reykjavík hlutu styrk úr Heita Potti Hins Hússins. Heiti Potturinn er verkefnasjóður sem miðast sérstaklega að Breiðholti með það að markmiði að efla menningarlíf, hvetja ungt fólk til að koma skapandi hugmyndum í framkvæmd og að stuðla að jákvæðri ímynd hverfisins. Þetta er í þriðja skipti sem úthlutað er úr pottinum og hafa mörg verkefnanna hlotið mikla athygli Breiðhyltinga sem og annarra. 

  • ""
  • ""

Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni voru eftirfarandi:

  • Dansnámskeið og danskeppni fyrir börn og unglinga. Stjórnandi er Jun Rafael De Luna
  • Rannsókn á ímynd Breiðholts og miðlun á myndefni í Gerðubergi. Stjórnendur verkefnisins eru Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir og Hrefna Lind Einarsdóttir.
  • Viðhald og endurbætur á hjólabrettagarði við Jafnasel, grillaðstaða, körfubolti o.fl. Sverrir Örn Sverrisson og félagar annast verkefnið.
  • Útvarpsþáttur frá heimilum Breiðhyltinga þar sem tónlist, leiklist, heimspeki, saga og frásagnir fléttast saman í lifandi heild fyrir áheyrendum Rásar 1. Umsjón hafa Marteinn Sindri Jónsson, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Kristian Ross.

Hægt er að fylgjast með verkefnum sem hlotið hafa styrk fyrr á árinu og í fyrra og einnig framvindu þessara verkefna á fésbókarsíðu Heita pottsins.