mánudagur, 16. nóvember 2015
Út er kominn bæklingurinn Hvað gerðist? Honum er sérstaklega ætlað að mæta þörfum fatlaðs fólks sem beitt hefur verið ofbeldi eða grunur leikur á að beitt hafi verið ofbeldi.
Það getur verið erfitt fyrir fatlaða einstaklinga að greina frá ofbeldi og er bæklingurinn verkfæri til að tala saman. Þegar grunur leikur á því að fatlaður einstaklingur hafi orðið fyrir ofbeldi er hægt að nýta bæklinginn til þess að spyrja út í hvað hafi gerst, hvernig viðkomandi líði og vekja athygli á því hvernig hægt sé að leita sér aðstoðar.
Bæklingurinn getur nýst ýmsum hópum fatlaðs fólks, svo sem fólki með þroskahömlun, einhverfu eða öðrum sem notast við fleiri og/eða aðra tjáningarmáta en talað mál.
Bæklingurinn er gefinn út í tengslum við átak Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Saman gegn ofbeldi. Reykjavíkurborg kostar útgáfu bæklingsins en mannréttindaskrifstofa borgarinnar heldur utan um verkefnið.
Bæklingurinn verður dreift til allra sambýla og búsetukjarna fyrir fatlað fólk í Reykjavík sem og til allra þjónustumiðstöðva í borginni en þar er hægt að nálgast hann. Bæklingurinn mun einnig verða aðgengilegur á heimasíðu mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar sem og á heimasíðu Stígamóta.
Hin sænska Karin Torgny bjó fyrst til bæklinginn og Stígamót hafa þýtt hann á íslensku.