Óskað er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna fyrir framsækið grunnskólastarf. Verðlaunin verða afhent í mars.
Auglýst er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs vegna grunnskólastarfs 2022.
Allir geta tilnefnt til hvatningarverðlauna; foreldrar, ömmur og afar, starfsfólk SFS, aðrir borgarstarfsmenn, leikskólar, grunnskólar, frístundamiðstöðvar, aðrar stofnanir og samtök. Við val á verðlaunahöfum verður haft til hliðsjónar að verkefnið sé öðrum til eftirbreytni og hvatning til góðra verka. Alls verða þrjú framsækin nýbreytniverkefni í grunnskólunum verðlaunuð og eru þau formi viðurkenningarskjals og verðlaunagrips eins og verið hefur.
Hvatningarverðlaun skóla—og frístundaráðs fyrir framsækið grunnskólastarf verða afhent á Öskudagsráðstefnunni 2. mars 2022.
Tilnefningarfrestur er til 17. febrúar nk.
Sjá tilnefningarblað sem senda má á sfs@reykjavik.is
Frekari upplýsingar um verðlaunin.