mánudagur, 19. janúar 2015
Íbúar í Reykjavík hafa margir sótt sér salt og sand til að bæta öryggi á gönguleiðum í nágrenni sínu og heimkeyrslum, að sögn Björns Ingvarssonar deildarstjóra þjónustumiðstöðvar borgarlandsins.
Sandur og salt er til reiðu á hverfastöðvum og verkbækistöðvum Reykjavíkurborgar. Hverfastöðvarnar eru opnar mánudaga til fimmtudaga kl. 7.30 - 17.00 og föstudaga kl. 7.30 -15.25, en verkbækistöðvarnar eru opnar kl. 7.30 - 17.25 mánudaga til miðvikudaga og kl. 7.30 - 15.25 á fimmtudögum og föstudögum.
Stöðvarnar og staðsetning þeirra:
- Hverfastöðin við Njarðargötu,
- Hverfastöðin í Jafnaseli,
- Hverfastöðin á Kjalarnesi,
- Verkbækistöðin við Árbæjarblett og
- Verkbækistöðin á Klambratúni við Flókagötu.
Íbúar eru hvattir til að hafa með sér ílát en einnig er mögulegt að fá poka á staðnum. Skóflur eru við sand- og salthrúgurnar.
Tengt efni: Hvernig er staðið að snjóhreinsun og hálkuvörnum í Reykjavík?