þriðjudagur, 12. janúar 2016
Byrjað var í morgun að ryðja snjó í húsagötum og verður unnið af krafti í þeim í allan dag.  Snjóruðningsbílar voru á ferðinni í alla nótt á stofnbrautum og fyrir klukkan fjögur voru allir bílar ræstir út fyrir götur, sem og göngu- og hjólaleiðir.  Í morgunsárið var svo bætt við fleiri tækjum sem betur geta athafnað sig í húsagötum. 
  • Unnið við snjóruðning
Unnið var við snjóruðning í alla nótt á öllum stofnbrautum og í efri byggðum borgarinnar, einkum í Úlfarsárdal, á Víkurvegi og Korpúlfsstaðavegi.  Klukkan hálf fjögur í nótt voru snjóruðningsbílar kallaðir út fyrir alla borgina og í morgunsárið eru allar helstu leiðir færar, en færð er víða erfið í húsagötum og hefur snjóruðningsvélum verið bætt við til að sinna því. Unnið verður í húsagötum í dag.

Fyrir göngu- og hjólaleiðir voru allar vélar ræstar út klukkan fjögur í nótt.

Á vefsíðunni reykjavik.is/snjor getur þú séð hvernig við skipuleggjum vinnuna og á vefsíðunni er einnig ábendingaleið opin.