þriðjudagur, 24. mars 2015

Fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna funduðu með borgarstjórn í dag og báru upp átta tillögur sem snúa að menntun, samgöngum, vinnumöguleikum og öðrum hagsmunum barna og ungmenna. Þrjár þeirra voru samþykktar einróma og öðrum vísað til nánari úrvinnslu. 

  • ""
  • ""
  • ""
  • ""
  • ""
  • ""

Meðal þess sem fulltrúar Reykjavíkurráðsins lögðu til var að innleiða skuli jafnréttis-, kynja og fordómafræðslu á miðstigi, s.s. í lífsleiknitímum. Einnig að bæta kynfræðslu og útfæra kennslu í fjármálalæsi og réttindum á vinnumarkaði í grunnskólunum. Þá kom fram tillaga frá fulltrúa ungmennaráðs Breiðholts um að fjölgað verði strætóferðum frá Kjalarnesi til að auðvelda nemendum íþróttaiðkun og fulltrúi ungmennaráðs Grafarvogs lagði til að strætóferðum í því hverfi yrði breytt þannig að leið 31 gengi fram hjá Kelduskóla oftar og lengur.   

Fulltrúi ungmennaráðs Árbæjar og Grafarholts óskaði í sinni tillögu eftir því að athugað yrði hvort Reykjavíkurborg gæti á ný boðið nemendum í 8. bekk upp á sumarvinnu og önnur tillaga fól í sér að boðið yrði upp á fjölbreyttari sumarstörf fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára. Sara Þöll frá ungmennaráði Breiðholts lagði að síðustu til að frístundamiðstöðvar réðu til starfa ungliða á aldrinum 16-20 ára. 

Fjörlegar umræður spunnust meðal ungmenna og borgarfulltrúa eftir flutning tillagna. Þrjár þeirra voru samþykktar einríoma en öðrum vísað tilnánari vinnslu. 

Sjá tillögur frá fulltrúum ungmennaráðanna.