föstudagur, 22. júní 2012

Ungmennaráð Breiðholts fær aukið vægi í málefnum Breiðholtsins.

Óskar Dýrmundur Ólafsson hverfisstjóri Breiðholts hitti Sigríði, Silvíu og Sigurð Einar fulltrúa í Ungmennaráði Breiðholts á fundi til skrafs og ráðagerða um virkari aðkomu ungmennaráðsins að málum sem varða börn og ungmenni í hverfinu.

Meðal efnis sem rætt var á fundinum var aðkoma og skilvirk tenging við  hverfisráðið, veggjalist og almennt um ímynd hverfisins eins og hún blasir við þeim.
Aðkomu að ungmennaþingi sem ráðgert er að halda í Breiðholti í haust með víðtækri þátttöku og tengingu við öll þau ungmenni, ráð, félög, samtök og stofnanir sem starfa með og að málefnum barna og ungmenna í hverfinu.