mánudagur, 10. júní 2013
  • ""

Ungmennaráð Miðborgar og Hlíða fékk styrk frá Evrópu unga fólksins til að gera myndbandið "Einelti er ekkert grín" árið 2010. Myndbandinu var dreift í alla grunnskóla á landinu og hefur verið nýtt í kennslu við góðar undirtektir. Þann 28. maí sl. Evrópa unga fólksins veitti fyrirmyndaverkefnum síðustu ára viðurkenningu fyrir að hafa nýtt styrk sinn til að hafa áhrif og virkja ungt fólk á Íslandi. Gaman er að segja frá því að myndaband ungmennaráðsins var eitt af þeim verkefnum sem fengu viðurkenningu sem fyrirmyndarverkefni. Við óskum ungmennaráði Miðborgar og Hlíða innilega til hamingju með þennan frábæra árangur og fylgjumst við spennt með næsta verkefni þeirra. Þau eru lögð af stað með nýtt verkefni sem þau fengu styrkt frá Evrópu unga fólksins og verður það einnig nýtt í kennslu í grunnskólum landsins