miðvikudagur, 14. október 2015

Margt var rætt sem brennur á ungu fólki á starfsdegi ungmennaráðanna sem haldinn var mánudaginn 12. október. 

  • ""
  • ""

Fulltrúar úr öllum sjö ungmennaráðum borgarinnar tóku þátt í starfsdeginum sem hófst á því að farið var í hressilegt hópefli. Þá var starf Reykjavíkurráðs ungmenna kynnt og unnið í hópum þar sem málefni sem sem brenna á unglingum voru rædd.

Meðal þess sem var til umræðu var ný leið í einkunnagjöf í grunnskólum, þörf á betri lýsingu á útisvæðum, „sparkheldar“ ruslatunnur, fjölbreyttari sumarstörf, þörf á aukinni fræðslu um geðheilbrigðismál, aðskilnaður ríkis og kirkju, flóttamannavandinn í Sýrlandi og femínismi.

Helgi Grímsson, sviðsstjóri á skóla- og frístundasviði, kíkti í heimsókn ásamt Sóleyju Tómasdóttur, forseta borgarstjórna, og tóku stöðuna á starfi ungmennaráðanna sem virðast full af áhugasömum unglingum sem vilja hafa áhrif í borginni.