fimmtudagur, 10. apríl 2014

Þau tímamót urðu á fundi skóla- og frístundaráðs 9. apríl að hann sátu tveir ungir menn úr Reykjavíkurráði ungmenna sem áheyrnarfulltrúar.  

  • Áheyrnarfulltrúar Reykjavíkurráðsins með fulltrúum í skóla- og frístundaráði.

Skóla- og frístundaráð samþykkti í liðnum mánuði að Reykjavíkurráðið fengi þar áheyrnarfulltrúa og var sú samþykkt síðar staðfest í borgarráði.  Skóla- og frístundaráð hafði áður samþykkt tvær tillögur er varða skipan áheyrnarfulltrúa Reykjavíkurráðsins, m.a. að þeim yrði gert kleift að mæta á þá fundi þar sem eru mál er varða hagsmuni ungmenna væru til umfjöllunar.

Fyrsta ráðsfundinn sátu þeir Kári Arnarsson og Sigurður Einar Jónsson frá Reykjavíkurráði ungmenna og sögðu þeir hann hafa verið afar lærdómsríkan.