Fundargerð

242. fundur Stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins haldinn á skrifstofu
slökkviliðsstjóra, Skógarhlíð 14,
föstudaginn 12. ágúst 2022, kl. 08:00.

Fundinn sátu:
Dagur B. Eggertsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Almar Guðmundsson, Ásdís Kristjánsdóttir,
Þór Sigurgeirsson, Arnar Jónsson, Birgir Finnsson og Ásdís Gislason.
Fundargerð ritaði: Ásdís Gíslason, upplýsingafulltrúi.

1. Ný stjórn SHS - 2208003
Kosningar til sveitarstjórna fóru fram þann 14. maí sl. Í kjölfar þess hafa
aðildarsveitarfélögin kjörið aðal- og varafulltrúa í stjórn SHS.
Aðalfulltrúar
Dagur B. Eggertsson frá Reykjavík, formaður, Rósa Guðbjartsdóttir frá Hafnarfirði,
Ásdís Kristjánsdóttir frá Kópavogi, Almar Guðmundsson frá Garðabæ, Arnar Jónsson
frá Mosfellsbæ og Þór Sigurgeirsson frá Seltjarnarnesi.
Varafulltrúar
Einar Þorsteinsson frá Reykjavík, Valdimar Víðisson frá Hafnarfirði, Orri Hlöðversson
frá Kópavogi, Björg Fenger frá Garðabæ, Ragnhildur Jónsdóttir frá Seltjarnarnesi og
Halla Karen Kristjánsdóttir frá Mosfellsbæ.
Regína Ástvaldsdóttir hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Hún hefur störf í
september nk. og tekur þá sæti í stjórn SHS í stað Arnars.
Niðurstaða
Samþykkt.
Fylgiskjöl
SHS 242 1.1 Starfsáætlun stjórnar 2022 undirrituð.pdf

2. Starfsreglur stjórnar - 2208004
Starfsreglur stjórnar skal endurskoða og samþykkja í upphafi kjörtímabils. Formaður
leggur fram starfsreglur fyrri stjórnar til umfjöllunar.
Niðurstaða
Frestað.
Fylgiskjöl
SHS 242 2.1 Starfsreglur stjórnar SHS 4. útgáfa, jan. 22.pdf476

3. Siðareglur stjórnar - 2208005
Siðareglur stjórnar skal endurskoða og samþykkja í upphafi kjörtímabils. Formaður
leggur fram siðareglur fyrri stjórnar til umfjöllunar.
Niðurstaða
Frestað.
Fylgiskjöl
SHS 242 3.1 Siðareglur stjórnarmanna SHS 2. útgáfa, des. 18.pdf

4. Árleg endurskoðun brunavarnaáætlunar - 2208006
Samkvæmt samkomulagi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) skal mönnun
aðgerða- og forvarnasviðs endurskoðuð árlega á gildistíma brunavarnaáætlunar SHS.
HMS hefur óskað eftir upplýsingum frá SHS vegna endurskoðunar á starfsárinu 2021.
Niðurstaða
Kynning.
Fylgiskjöl
SHS 242 4.1 Árleg endurskoðun brunavarnaáætlunar SHS 2021.pdf

5. 6 mánaða uppgjör 2022 - 2208007
Farið yfir árshlutareikning SHS janúar - júní 2022.
Niðurstaða
6 mánaða uppgjör SHS samþykkt án athugasemda og sent stjórn til rafrænnar
undirritunar.
Gestir
Sturla Jónsson, endurskoðandi SHS -
Ástríður Þórðardóttir, fjármálastjóri SHS -
Fylgiskjöl
SHS 242 5.1 Árshlutareikningur janúar - júní 2022.pdf
SHS 242 5.2 Könnunarskýrsla GT v. 6 mánaða uppgjörs 2022.pdf

6. Tillögur um meginforsendur fimm ára fjárhagsáætlunar - 2208009
Skv. starfsreglum skulu tillögur um meginforsendur fimm ára fjárhagsáætlunar lagðar
fyrir stjórn til samþykktar eigi síðar en fyrir lok ágúst ár hvert. Forsendur fimm ára
áætlunar SHS hafa tekið mið af forsendum fjármála- og áhættustýringarsviðs
Reykjavíkurborgar en gert er ráð fyrir að þær muni liggja fyrir í lok ágúst.
Niðurstaða
Frestað.477
Gestir
Ástríður Þórðardóttir, fjármálastjóri SHS -
Sturla Jónsson, endurskoðandi SHS -

7. Aðalfundur SHS 2022 - 2208014
Samkvæmt starfsreglum stjórnar skal aðalfundur SHS haldinn fyrir 15. desember ár
hvert.
Niðurstaða
Óskað verður eftir því við SSH að aðalfundur SHS fari fram í tengslum við aðalfund
SSH og annarra byggðasamlaga eins og undanfarin ár.

8. Önnur mál - 2208008

Engin önnur mál liggja fyrir fundinum.
Fundi slitið kl. 08:54.

Dagur B. Eggertsson Rósa Guðbjartsdóttir
Almar Guðmundsson Ásdís Kristjánsdóttir
Þór Sigurgeirsson Arnar Jónsson