STJÓRN ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Ár 2022, mánudaginn 22. ágúst kl. 13:00 var haldinn 321. fundur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1, og um fjarfundarbúnað. Fundarfólk: Brynhildur Davíðsdóttir, Gylfi Magnússon, Eyþór Laxdal Arnalds, Vala Valtýsdóttir, Björn Gíslason í fjarveru Hildar Björnsdóttur og Valgarður Lyngdal. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Unnur Líndal, áheyrnarfulltrúi starfsfólks, voru fjarverandi. Einnig tók Bjarni Bjarnason, forstjóri þátt í fundinum. 
Fundarritari var Elín Smáradóttir.

Þetta gerðist:

1.    Fundargerð SF 320 lögð fram og samþykkt. Fundargerðin verður send til rafrænnar undirritunar stjórnar.

2.    Klukkan 13:10 mætti Benedikt Kjartan Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála, ásamt Bjarna Frey Bjarnasyni, aðstoðarmanni framkvæmdastjóra, Bryndísi Maríu Leifsdóttur og Davíð Arnari Einarssyni, endurskoðanda Grant Thornton, til fundarins og lögðu fram og kynntu hálfsársuppgjör samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur.

Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar, dags. 18. ágúst 2022.

Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

Endurskoðunarnefnd fékk kynningu á árshlutareikningi Orkuveitu Reykjavíkur og könnunarskýrslu Grant Thornton vegna fyrstu 6 mánaða ársins 2022. Endurskoðunarnefnd telur að árshlutareikningurinn sé tilbúinn til framlagningar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

Uppgjörið borið upp og samþykkt samhljóða. Reikningurinn verður    undirritaður rafrænt.

Lögð fram svohljóðandi tillaga, sem kynnt var á SF 320. Tillögunni fylgir greinargerð:

Lagt er til að við útreikning á FFO vaxtaþekju í samhengi við arðgreiðslustefnu sé horft til greiddra vaxtagjalda sbr. sjóðstreymi í stað gjaldfærðra vaxtagjalda sbr. rekstrarreikning.
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða. 

3.    Klukkan 13:55 mætti Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix til fundarins, greindi frá vinnu varðandi undirbúning stofnunar hlutafélags um Carbfix og undirbúning fjármögnunar. 

-    Klukkan 14:25 yfirgaf Benedikt fundinn. 

4.    Klukkan 14:50 mætti Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, til fundarins og greindi, ásamt Bjarna Frey, frá fyrirhugaðri fjármögnun Ljósleiðarans.

Samþykkt að óska eftir því að Eyþór Laxdal Arnalds og Gylfi Magnússon rýni fyrirhugaða fjármögnun milli funda.

-    Klukkan 15:15 yfirgáfu Erling og Bjarni Freyr fundinn. 

5.    Lögð fram svohljóðandi tillaga um tilnefningu í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að tilnefna Sunnu Jóhannsdóttur sem fulltrúa fyrirtækisins í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar, sbr. ákvæði greinar 9.1 í sameignarsamningi eigenda.

Tillagan samþykkt samhljóða.

6.    Klukkan 15:25 mættu til fundarins Magnús Már Einarsson, forstöðumaður aðbúnaðar, Aðalheiður Sigurðardóttir, forstöðumaður verkefnastofu og Grettir Adolf Haraldsson, verkefnisstjóri og kynntu tillögu að breytingu á hvolfrýminu á Bæjarhálsi 1.
Lögðu fram svohljóðandi tillögu. Tillögunni fylgir greinargerð:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur felur forstjóra að láta fullhanna og bjóða út innanhússframkvæmdir í hvolfrými að Bæjarhálsi 1.  Enn fremur felur stjórn forstjóra að semja við lægstbjóðanda í útboði svo fremi að tilboð séu innan kostnaðaráætlunar hönnuða. 

Tillagan samþykkt samhljóða.

-    Klukkan 15:45 yfirgáfu Magnús og Aðalheiður fundinn.

7.    Klukkan 15:45 mættu til fundarins Birna Bragadóttir, forstöðukona Elliðaárstöðvar og Eva Huld Friðriksdóttir, arkitekt Terta, til fundarins og kynntu ásamt Gretti svohljóðandi tillögu um að ljúka 3. áfanga sögu- og tæknisýningar í Elliðarárdal. Tillögunni fylgir greinargerð.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur felur forstjóra að láta vinna lokaáfanga Elliðaárstöðvar á grundvelli kostnaðaráætlunar hönnuða verkefnisins. Lokaáfanginn tekur til hönnunar og framkvæmdar á innri endurbótum Straumskiptistöðvar svo hún henti fyrir gestastofu svæðisins, móttöku fyrir OR-samstæðu, fræðslu, sýningar, skrifstofurými og viðburði. Einnig tekur áfanginn til fleiri framkvæmda á Rafstöðvarreit og í Elliðaárdalnum. Áætlaður heildarkostnaður við áfangann er 409 milljónir kr. f. utan vsk.

Tillagan samþykkt samhljóða.

-    Klukkan 16:12 yfirgáfu Birna, Eva og Grettir fundinn.

8.    Klukkan 16:14 mætti Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstýra, til fundarins, lagði fram og kynnti minnisblað um stöðu umhverfismælikvarða dags. 17.08.2022. 

9.    Stefnuverkefni: Vegvísir að foröflun hitaveitu höfuborgarsvæðisins 2022-2122. Frestað. 

10.    Hólmfríður Sigurðardóttir kynnti lykilverkefnið: Sporleyfi, orkuskipti og aðrar aðferðir til að ná markmiðinu „kolefnisjöfnuð starfsemi 2030“. Ákveðið að stjórn fái kynningu á verkefninu einu sinni á ári.

11.    Klukkan 16:35 mætti Eiríkur Hjálmarsson til fundarins, lagði fram og kynnti rýni stefnu Orkuveitu Reykjavíkur um samfélagsábyrgð. Stefnan rýnd og samþykkt óbreytt. 

Eiríkur og Hólmfríður reifaðu einnig hugmyndir um sameiningu stefna.

12.    Ákvörðun um boðun eigendafundar þann 19. ágúst 2022, sem tekin var á milli funda, staðfest.


13.    Lagðar fram til upplýsinga, fundargerðir og minnisblöð framkvæmdastjóra dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur.
 
Minnisblað framkvæmdastýru Orku náttúrunnar ohf. dags. 12.08.2022
Fundargerð stjórnarfundar Carbfix ohf. dags. 04.05.2022 
Drög að fundargerðum stjórnarfundar Carbfix ohf. dags. 10.06.2022 og 22.06.2022
Minnisblað framkvæmdastýru Carbfix ohf. dags. 17.08.2022
Minnisblað framkvæmdastjórnar Veitna ohf. dags. 18.08.2022
Drög að fundargerðum stjórnarfundar Veitna ohf. dags. 23.06.2022 og 12.07.2022
Fundargerð stjórnarfundar Ljósleiðarans ehf. dags. 20.05.2022

14.    Lagt fram svar við fyrirspurn frá SF 317 dags. 16. ágúst 2022 um greiningu þjónustukannana niður á póstnúmer. 

15.    Forstjóri lagði fram og kynnti skýrslu sína um starfsemina á milli stjórnarfunda, dags. 18.08.2022. Umræður.

16.    Önnur mál.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 17:00.

Næsti reglulegi fundur stjórnar verður haldinn þann 26. september 2022.

Brynhildur Davíðsdóttir

Gylfi Magnússon    Vala Valtýsdóttir
Eyþór Laxdal Arndals    Björn Gíslason, 
Valgarður Lyngdal Jónsson.