SAMSTARFSNEFND SKÍÐASVÆÐA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

Ár 2022, fimmtudaginn 11. ágúst var haldinn 402. fundur samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins (SHB). Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14 og hófst kl. 16:00. Mættir: Þorvaldur Daníelsson Reykjavík, Sigvaldi Egill Lárusson Kópavogi, Kristín Thoroddsen Hafnarfirði og Sævar Birgisson Mosfellsbæ. Magnús Örn Guðmundsson Seltjarnarnesi boðaði forföll og fundarboð bárust ekki fulltrúa Garðabæjar. Jafnframt: Magnús Árnason framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna sem ritaði fundargerð og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH (Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu).

Þetta gerðist:

1.    Yfirlit yfir kjörna fulltrúa sveitarfélaganna í samstarfsnefnd SHB lagt fram.

2.    Þorvaldur Daníelsson fulltrúi Reykjavíkur var kosinn formaður samstarfsnefndar SHB.

3.    Tillaga um að Kristín Thoroddsen væri kjörin varaformaður samstarfsnefndar SHB.
Samþykkt.

4.    Samstarfssamningur sveitarfélaganna og þjónustusamningur þeirra við ÍTR lagðir fram til kynningar og stjórnsýslufyrirkomulag samstarfsins kynnt. Páll Björgvin.

5.    Þorvaldur Daníelsson var tilnefndur fulltrúi samstarfsnefndarinnar í verkefnahóp um uppbyggingu og rekstur á skíðasvæðum.

6.    Áætlun um uppbyggingu skíðagöngusvæðis í Bláfjöllum kynnt og samþykkt.

7.    Framkvæmdir við skíðalyftur í Bláfjöllum í sumar. 
Frestað. 
Lagt til að halda kynningu fyrir samstarfsnefnd SHB fimmtudaginn 18. Ágúst kl. 9 í Bláfjallaskála. Einnig verður fulltrúum verkefnahóps og stjórnar SSH að mæta.

8.    Fjárfestingaráætlun 2023 lögð fram til kynningar.

9.    Önnur mál.

Næsti fundur á eftir Bláfjallafundinum er miðvikudaginn 14. september kl. 8:30. Í
framhaldi verður ákveðinn fastur fundartími.

Fundi slitið kl. 18:00

Þorvaldur Daníelsson

Kristín Thoroddsen    Sigvaldi Egill Lárusson
Sævar Birgisson