SAMSTARFSNEFND SKÍÐASVÆÐA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

Ár 2022, miðvikudaginn 14. September var haldinn 404. fundur Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.  Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14 og hófst kl. 08:50. Mættir:  Þorvaldur Daníelsson formaður  Reykjavík, Björg Fenger varamaður fyrir Bjarna Theódór Bjarnason Garðabæ, Sævar Birgisson Mosfellsbæ, Sigvaldi Egill Lárusson Kópavogi Magnús Örn Guðmundsson Seltjarnarnesi og Kristín María Thoroddsen Hafnarfirði. Jafnframt: Magnús Árnason framkvæmdastjóri sem tók þátt með fjarfundabúnaði, Steinþór Einarson starfandi sviðsstjóri ÍTR, Andrés B Andreasen fjármálastjóri ÍTR og  Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra ÍTR sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á drögum að fjárhagsáætlun skíðasvæðanna 2023.

2.    Lögð fram gjaldskrá fyrir skíðasvæðin fyrir tímabilið 1. september – 31. desember 2022.
Samþykkt.
Lögð fram gjaldskrá fyrir skíðasvæðin frá 1. janúar 2023.
Samþykkt.

3.    Lögð fram drög að fjárfestingaráætlun Skíðasvæðanna.

4.    Samþykkt að fundir samstarfsnefndarinnar verði 2. miðvikudag í mánuði kl. 08:15.

Fundi slitið kl. 10:00.

Þorvaldur Daníelsson

Kristín María Thoroddsen    Sigvaldi Egill Lárusson
Sævar Birgisson    Björg Fenger
Magnús Örn Guðmundsson