Fundur nr. 217

Skóla- og frístundaráð

Ár 2021, 12. október, var haldinn 217. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 12.31.

Eftirtaldir voru komnir til fundar í fundarherberginu Hofi: Skúli Helgason formaður (S), Elín Oddný Sigurðardóttir (V), Sigríður Arndís Jóhannsdóttir (S), Valgerður Sigurðardóttir (D) og Örn Þórðarson (D). Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Eygló Traustadóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Soffía Vagnsdóttir og Kristján Gunnarsson.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Hildur Björnsdóttir (D) og Sara Björg Sigurðardóttir (S). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum; Brynjar Bragi Einarsson, Reykjavíkurráð ungmenna; Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjórar; Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva; Jón Ingi Gíslason, kennarar í grunnskólum; Linda Ósk Sigurðardóttir, starfsfólk í leikskólum og Ragnheiður Davíðsdóttir, foreldrar barna í grunnskólum. Guðrún Sigtryggsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist: 
 1. Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs árið 2022, trúnaðarmál. 

  Staðfest að drög að starfs- og fjárhagsáætlun eru í samræmi við ákvarðanir skóla- og frístundaráðs um áherslur og forgangsröðun og markaða stefnu í málaflokknum. Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. SFS2021100140

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram bókun sem skráð er í trúnaðarbók. 

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram bókun sem skráð er í trúnaðarbók.

  Áheyrnarfulltrúar skólastjóra og kennara í grunnskólum leggja fram bókun sem skráð er í trúnaðarbók.

  Áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra leggur fram bókun sem skráð er í trúnaðarbók.

 2. Lagt fram fjárhagsuppgjör skóla- og frístundasviðs, janúar – júní 2021. SFS2021100141 

  -    Kl. 13:25 tekur Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir sæti á fundinum.
  -    Kl. 13:35 tekur Magnús Þór Jónsson sæti á fundinum með fjarfundabúnaði. 
  -    Kl. 13:38 tekur Ragnheiður E. Stefánsdóttir sæti á fundinum. 
  -    Kl. 13:40 víkur Haraldur Sigurðsson af fundinum. 

  Fylgigögn

 3. Lagt fram yfirlit yfir innkaup skóla- og frístundasviðs yfir 1 m.kr. janúar – júní 2021. SFS2021100142

  Fylgigögn

 4. Lagt fram yfirlit yfir ferðir skóla- og frístundasviðs janúar – júní 2021, dags. 6. október 2021. SFS2021100145

  Fylgigögn

 5. Lögð fram drög að aðgerðaáætlun vegna Menntastefnu Reykjavíkurborgar 2022-2024.

  -    Kl. 13:44 víkur Kristján Gunnarsson af fundinum 

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

  Skóla- og frístundaráð leggur til að drög að aðgerðaáætlun Menntastefnu Reykjavíkurborgar 2022-2024 verði send til umsagnar helstu hagsmunaaðila sem tengjast menntamálum og vinnumarkaði í borginni, s.s. foreldraráða og foreldrafélaga leikskóla Reykjavíkurborgar, skólaráða og foreldrafélaga grunnskóla Reykjavíkurborgar, fagsviða Reykjavíkurborgar, Reykjavíkurráðs ungmenna, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Kennarasambands Íslands, Félags skólastjórnenda í Reykjavík, Kennarafélags Reykjavíkur, Félags stjórnenda leikskóla, Félags leikskólakennara, framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva í Reykjavík, stjórnenda skólahljómsveita í Reykjavík, Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, SAMLEIK-R, SAMFOK, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags samtaka um skólaþróun, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Bandalags íslenskra listamanna, ASÍ, BSRB, Móðurmáls, Barnaheilla, Landverndar og Umboðsmanns barna.

  Samþykkt. SFS2021090143

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Innleiðing Menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030 er í fullum gangi enda stefnan í senn metnaðarfull og marksækin. Framtíðarhópur með fulltrúum allra aðila í skólasamfélaginu hefur á þessu ári mótað tillögur að næstu aðgerðaáætlun menntastefnunnar til næstu þriggja ára sem nú liggur fyrir í drögum. Aðgerðaáætlunin samanstendur af tíu megináherslum þar sem er m.a. að finna stærstu áskoranir heimsbyggðarinnar eins og baráttuna gegn loftslagsvandanum en líka áherslu á heilbrigði og vellíðan með sérstaka áherslu á geðheilbrigðismál sem er svið sem leggja þarf sérstaka rækt við í kjölfar heimsfaraldurs sem hefur aukið álag á börn og fullorðna og tekið sinn toll. Aðgerðaáætlunin snertir líka á þáttum eins og fagmennsku og starfsþróun, læsi, valdeflingu og lýðræði, nýsköpun, hagnýtingu stafrænnar tækni og húsnæðismálum auk þess sem hlúð verði að menningarlegum margbreytileika og unnið skýrt gegn jaðarsetningu tiltekinna hópa barna. Aðgerðaáætlunin fer nú til umsagnar helstu hagsmunaaðila í skólasamfélaginu og kemur svo til afgreiðslu í nóvember.

  Fylgigögn

 6. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna:

  Skóla- og frístundaráð leggur til að efnt verði til Barnabókamessu 18. og 19. nóvember 2021 í Hörpu í samstarfi við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og Félag íslenskra bókaútgefenda. Tilgangurinn verði að bæta bókakost skólabókasafna borgarinnar og glæða áhuga barna og ungmenna á lestri nýrra íslenskra bóka. Á messunni verður lögð áhersla á að kynna nýjar íslenskar barna- og ungmennabækur fyrir fulltrúum skólasafna grunnskóla og leikskóla borgarinnar og þeim tryggt viðbótarfjármagn til að kaupa nýjar bækur að eigin vali á messunni fyrir bókasöfn starfsstöðva sinna á sérstöku kynningarverði. Lagt er til að sérstök fjárveiting til grunnskóla og leikskóla vegna Barnabókamessunnar verði alls 9 milljónir, sem rúmast innan fjárheimilda skóla- og frístundasviðs.

  Greinargerð fylgir. 
  Samþykkt. SFS2019080088

  Skóla- og frístundaráð leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Efnt verður til fimmtu Barnabókamessunnar að frumkvæði skóla- og frístundaráðs í samvinnu við Bókmenntaborg UNESCO og Félag íslenskra bókaútgefenda. Messan fer að þessu sinni fram í Hörpu 18. og 19. nóvember og sem fyrr gefst þar kjörið tækifæri til að bæta bókakost skólabókasafna grunnskóla og leikskóla með nýjum íslenskum barna- og unglingabókum. Skólarnir fá viðbótarfjárveitingu til að nýta sér flunkunýjar útgáfur á kostakjörum. Það skiptir miklu máli til að örva bóklestur barna að þau hafi góðan aðgang að nýjum íslenskum bókum en efling lestrarfærni og lesskilnings er eitt af forgangsmarkmiðum menntastefnu borgarinnar.

  Fylgigögn

 7. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 26. maí 2020 ásamt minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. september 2021: 

  Lagt er til að allir reykvískir nemendur hafi raunverulegt val um hvaða skóla þeir sæki, óháð rekstrarformi skóla eða sveitarfélagamörkum. Til þess að gera það kleift er því lagt til að sama fé fylgi börnum óháð því hvort þau velja sjálfstætt starfandi skóla eða borgarrekinn skóla.

  Tillagan er felld með fjórum atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. SFS2020050138

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Í meirihlutasáttmálanum kemur fram að megináherslan verði lögð á borgarreknar menntastofnanir en áfram verði stutt við sjálfstætt starfandi skóla með sambærilegum hætti og gert hefur verið um árabil. Sambærileg tillaga var lögð fram af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 sem var felld og því var fjármunum ekki forgangsraðað í verkefnið. Tillagan er því felld.

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að stutt sé betur við sjálfstætt starfandi skóla í Reykjavík. Vekja má athygli á því að á sjálfstætt starfandi leikskólum verða nær 1300 reykvísk börn árið 2022 og hafa skólarnir því svarað eftirspurn sem borgin hefur ekki mætt.

  Fylgigögn

 8. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 6. október 2021, um stöðu innritunar í leikskóla Reykjavíkurborgar. SFS2021100149

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Nýjar tölur um stöðu umsókna eftir leikskólaplássum sýnir mismunandi stöðu eftir hverfum. Þannig er staðan góð í austurhluta borgarinnar, einkum Grafarvogi, Grafarholti-Úlfarsárdal og Árbæ en þyngri í Háaleiti-Bústöðum og Vesturbæ þar sem þörf fyrir fleiri leikskólapláss er mikil. Þar hyllir þó undir betri tíð með tilkomu nýrra leikskóla í báðum hverfum á næstu mánuðum sem munu breyta stöðunni verulega. Þannig stefnir í að börn allt niður í 14-16 mánaða verði komin með boð í leikskóla í mars 2022 og er sérstaklega mikilvægt að geta boðið pláss utan stóru innritunarinnar í ágúst til að koma til móts við foreldra barna sem fædd eru á seinni hluta árs.

  Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskólum leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna hvetur skóla- og frístundasvið til að taka saman skýran lista með þeim leikskólaplássum sem fyrirhugað er að opna fram á vor 2022, fyrirhugaðri staðsetningu á stækkunum, nýjum leikskólum og Ævintýraborgum, áætluðum opnunartíma og fjölda plássa á hverjum stað sem bætist við. Æskilegt væri að tölvupóstur væri sendur á alla foreldra á biðlista og flutningslista um að búið sé að opna fyrir umsóknir í Bríetartún og Ævintýraborgir í Völu sem fyrst. Þessi nýju pláss hafa ekki verið kynnt fyrir foreldrum nægjanlega vel og margir foreldrar vita ekki að hægt sé að sækja um þessi pláss.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 11. október 2021, um stöðu ráðninga á skóla- og frístundasviði. SFS2021080305

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Ágætur gangur hefur verið í ráðningum starfsfólks undanfarnar vikur eftir nokkra tregðu fram eftir september og er nú búið að ráða í tæp 97% stöðugilda í leikskólum, 99% í grunnskólum og rúm 92% í frístundastarfinu sem er mikil framför frá því sem var fyrir rúmum mánuði. Mannauðsskrifstofa skóla- og frístundasviðs hefur gripið til fjölmargra aðgerða með það að markmiði að laða að umsækjendur. Nýjar auglýsingar hafa verið gerðar m.a. um störf í nýju leikskólunum sem opna á næstu mánuðum í Ævintýraborgum og birtingar auknar almennt einkum í þeim hverfum þar sem þörf er á flestum stöðugildum. Má þar t.d. nefna í hverfablöðum, í bíóhúsum, strætóskýlum o.s.frv. Sérstök áhersla er lögð á þá starfsstaði sem eiga eftir að ráða í flest störf og þeir fengið aðstoð við auglýsingar og að vekja athygli á þeim starfsstöðum. Þá hefur verið leitað til Afleysingastofu Reykjavíkurborgar sem mun leggja sérstaka áherslu á að þjónusta viðkomandi starfsstöðvar.

  Áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskólum leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna leggur til að Reykjavíkurborg hugsi til þess að setja upp námskeið um leikskólastarf, þroska barna, skyndihjálp og fleira sem nýtist í leikskólastarfinu fyrir fólk sem er að hefja störf á leikskólum borgarinnar. Fólk geti tekið þetta nám á launum í kannski 1-2 mánuði áður en það hefur störf sér að kostnaðarlausu gegn því að skuldbinda sig til þess að vinna á leikskólum Reykjavíkur í tvö ár t.d. Þessi námskeið myndu einnig hækka fólk um launaflokk. Þar sem mikill skortur er á faglærðum leikskólakennurum er enn mikilvægara að ófaglærða starfsfólkið hafi einhverja menntun. Ef til vill mætti nýta þau námskeið sem í boði eru í námsleið til leikskólaliða á vegum Borgarholtsskóla að minnsta kosti að hluta. 

  -    Kl. 15:07 víkur Magnús Þór Jónsson af fundinum. 

  Fylgigögn

 10. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 16. júní 2021, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um veikindi barna í Korpuskóla vegna myglu 2016-2019. SFS2021060054 

  Fylgigögn

 11. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. september 2021, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðalskoðun leiksvæða. SFS2021010173 

  Fylgigögn

 12. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. september 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fjölda læsisfræðinga í grunnskólum Reykjavíkur. SFS2020100033 

  Fylgigögn

 13. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 27. september 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um starf deildarstjóra sérkennslu í Melaskóla. SFS2021060295 

  Fylgigögn

 14. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. september 2021, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skólamunasafn í Austurbæjarskóla. SFS2021030129

  Fylgigögn

 15. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. september 2021, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðræður við Hjallastefnuna vegna húsnæðis Kelduskóla-Korpu. SFS2020040154 

  Fylgigögn

 16. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. september 2021, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um öll gögn vegna samskipta í viðræðum Reykjavíkurborgar og Hjallastefnunnar vegna opnunar skóla í norðanverðum Grafarvogi. SFS2020080116 

  Fylgigögn

 17. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. september 2021, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um þá aðila sem hafa óskað eftir afnotum af húsnæði Korpuskóla. SFS2020040154 

  Fylgigögn

 18. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. september 2021, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um kostnað foreldra vegna viðburða og ferða nemenda í grunnskólum. SFS2021090189

  Fylgigögn

 19. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. september 2021, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áhuga eftirlitsaðila á að rannsaka málefni Fossvogsskóla. SFS2018120034

  Fylgigögn

 20. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 29. september 2021 við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kynningu á framkvæmdaáætlun vegna Fossvogsskóla. SFS2018120034 

  -    Kl. 15.20 víkja Ragnheiður E. Stefánsdóttir og Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir af fundinum

  Fylgigögn

 21. Fram fer umræða um stöðu mála á vettvangi skóla- og frístundastarfs. 

Fundi slitið klukkan 16:12