Fundur nr. 233

Skóla- og frístundaráð

Ár 2022, 27. júní, var haldinn 233. fundur skóla- og frístundaráðs. Fundurinn hófst í fundarherberginu Hofi á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 í Reykjavík kl. 13.30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir formaður (B), Alexandra Briem (P), Björn Gíslason (D), Guðný Maja Riba (S), Sabine Leskopf (S) og Trausti Breiðfjörð Magnússon (J). Auk þeirra eftirtaldir áheyrnarfulltrúar: Albína Hulda Pálsdóttir, foreldrar barna í leikskólum, Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjórar frístundamiðstöðva og Þóranna Rósa Ólafsdóttir skólastjórar í grunnskólum. Auk þeirra eftirtaldir starfsmenn skóla- og frístundasviðs: Helgi Grímsson sviðsstjóri, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Anna Garðarsdóttir, Fríða Bjarney Jónsdóttir, Kristján Gunnarsson, Ólafur Brynjar Bjarkason, Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Sandra Hlíf Ocares (D). 
Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist: 
 1. Fram fer kynning á Jafnréttisskóla Reykjavíkur. 

  Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  -    Kl. 14:07 tekur Linda Ósk Sigurðardóttir sæti á fundinum.
  -    Kl. 14:17 víkur Fríða Bjarney Jónsdóttir af fundinum.

 2. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs dags. 20. júní 2022:

  Lagt er til að sameinuð frístundamiðstöð Ársels og Gufunesbæjar fái nafnið Brúin í samræmi við niðurstöður nafnanefndar. 

  Greinargerð fylgir.
  Samþykkt.
  Vísað til borgarráðs. SFS22060149 

  Fylgigögn

 3. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 22. júní 2022 varðandi Samkomulag UNICEF á Íslandi og skóla- og frístundasviðs vegna verkefnisins Réttindaskóli- og frístund UNICEF ásamt drögum að samkomulagi UNICEF á Íslandi og skóla- og frístundasviðs vegna verkefnisins Réttindaskóli- og frístund UNICEF. 

  Samþykkt.
  Vísað til borgarráðs. SFS22020013

  Fylgigögn

 4. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 16. júní 2022, yfirlit yfir sjálfstætt rekna leikskóla í Reykjavík, reglur um rekstrar- og húsnæðisframlag til sjálfstætt starfandi leikskóla með samning við skóla- og frístundasvið vegna barna frá 18 mánaða til 6 ára, frá 1. janúar 2022, reglur um rekstrar- og húsnæðisframlag til sjálfstætt starfandi leikskóla með samning við skóla- og frístundasvið vegna barna frá 6/9 mánaða til 36 mánaða, frá 1. janúar 2022, ásamt erindisbréfi starfshóps um mótun stefnu Reykjavíkurborgar um aðkomu að sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum, dags. 2. febrúar 2022 ásamt drögum að viðauka við samning um framlag skóla- og frístundasviðs: 

  Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs leggur til að honum verði falið að gera viðauka við samninga Reykjavíkurborgar, sem gilda til 30. júní 2022, við sjálfstætt starfandi leikskóla í Reykjavík með samning við skóla- og frístundasvið þar sem gildistími samninga og viðauka samkvæmt honum verða framlengdir til 31. desember 2022. 

  Greinargerð fylgir. 
  Samþykkt. 
  Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. 
  Vísað til borgarráðs. SFS22060176

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

  Börn eiga ekki að vera rukkuð fyrir leikskólavist. Sama hvort það er hjá sjálfstæðum leikskólum eða ekki. Í þessum samningi og viðauka er gert ráð fyrir að börn séu látin borga. Það er miður að slíkt sé bæði í gildi fyrir leikskóla rekna af borgarbúum og hjá sjálfstæðum leikskólum.

  Fylgigögn

 5. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 16. júní 2022, yfirlit yfir sjálfstætt rekna grunnskóla í Reykjavík, erindisbréf starfshóps um mótun stefnu Reykjavíkurborgar um aðkomu að sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum, dags. 2. febrúar 2022, fyrirmynd að þjónustusamningi við sjálfstætt rekna grunnskóla ásamt drögum að viðauka við samning um framlag skóla- og frístundasviðs til sjálfstætt starfandi grunnskóla:

  Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs leggur til að honum verði falið að gera viðauka við samninga Reykjavíkurborgar, sem gilda til 10. júní 2022, við sjálfstætt starfandi grunnskóla í Reykjavík með þjónustusamning við skóla- og frístundasvið þar sem gildistími samninga verða framlengdir til 31. desember 2022. 

  Greinargerð fylgir. 
  Samþykkt. 
  Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. 
  Vísað til borgarráðs. SFS22060177

  Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

  Sósíalistar telja að það eigi ekki að rukka börn fyrir að vera í grunnskóla. Þau börn sem sækja sjálfstætt starfandi grunnskóla þurfa hins vegar að gera slíkt. Jafnræðis er ekki gætt. Börn efnameiri foreldra geta því frekar sótt þessa skóla en önnur.

  Fylgigögn

 6. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. júní 2022, ásamt núgildandi reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla:

  Lagt er til að gerð verði sú breyting á reglum Reykjavíkurborgar um þjónustusamninga við tónlistarskóla að ákvæði til bráðabirgða í reglum Reykjavíkurborgar um þjónustusamninga við tónlistarskóla þar sem fram kemur að ákvæði 9.1 reglnanna eigi ekki við vegna skólaáranna 2017– 2018, 2018 – 2019, 2019 – 2020, 2020 -2021 og 2021 - 2022 gagnvart þeim tónlistarskólum sem gerður var þjónustusamningur við vegna tímabilsins 1. september 2016 til 31. ágúst 2017, verði framlengt um eitt ár þannig að það nái jafnframt til skólaársins 2022 – 2023 og að ákvæðið verði svohljóðandi: Ákvæði 9.1 á ekki við vegna skólaáranna 2017 – 2018, 2018 – 2019, 2019 – 2020, 2020 – 2021, 2021 – 2022 og 2022 - 2023 gagnvart þeim tónlistarskólum sem gerður hefur verið þjónustusamningur við vegna tímabilanna 1. september 2016 til 31. ágúst 2017, 1. september 2017 til 31. júlí 2020, 1. ágúst 2020 til 31. júlí 2021, 1. ágúst 2022 til 31. júlí 2023 vegna neðri stiga tónlistarnáms. Jafnframt gagnvart þeim sem gerður hefur verið samningur árlega vegna efri stiga frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2018. Hafi orðið breyting á samningsaðila á framangreindum tímabilum nær ákvæðið til þeirra sem verða með þjónustusamning vegna skólaársins 2022 – 2023.

  Greinargerð fylgir. 
  Breyting á reglum taki gildi við samþykkt borgarráðs. 
  Samþykkt.
  Vísað til borgarráðs. SFS22060110

  Fylgigögn

 7. Lögð fram svohljóðandi tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. júní 2022, fyrirmynd að þjónustusamningi við tónlistarskóla vegna neðri stiga tónlistarnáms, drög að viðauka við þjónustusamninga vegna neðri stiga, drög að þjónustusamningi við tónlistarskóla vegna efri stiga tónlistarnáms, reglur um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla, samkomulag Mennta- og barnamálaráðherra, innviðarráðherra og Sambands ísl. sveitarfélaga f.h. sveitarfélaga um samkomulag um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms, dags. 29. mars 2022 ásamt reglum um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við tónlistarnám og jöfnunar á aðstöðumun nemenda, dags. 31. ágúst 2016:

  Lagt er til að samningar Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla með þjónustusamning við Reykjavíkurborg vegna neðri stiga tónlistarnáms sem renna út þann 31. júlí 2022 verði framlengdir með viðauka til 31. júlí 2023, sjá upplýsingar um samningsaðila og kennslumagn í fylgiskjali 1, sem birt er með fyrirvara um endanlega útreikninga. Þá er lagt til að samþykktir verði samningar Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla í Reykjavík vegna efri stiga tónlistarnáms á grundvelli þeirra upplýsinga sem berast munu frá Jöfnunarsjóði vorið 2022. Gildistími verði 1. september 2022 til 31. ágúst 2023. Hlutverk Reykjavíkurborgar er að miðla framlagi Jöfnunarsjóðs í samræmi við reglur sjóðsins og gera samninga við þá aðila sem falla undir samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs er því falið að ganga frá samningum við hlutaðeigandi aðila á grundvelli upplýsinga frá Jöfnunarsjóði þegar þær berast. Samningsaðilar og fjárhæðir í fskj. 2 eru birtar með fyrirvara um greiðslur frá Jöfnunarsjóði og byggja á eldri upplýsingum frá Jöfnunarsjóði og taka breytingum í samræmi við ákvarðanir frá sjóðnum sem berast munu vorið 2022. Gerður er fyrirvari um að tónlistarskólarnir uppfylli skilyrði reglna Reykjavíkurborgar um þjónustusamninga við tónlistarskóla og samningsbundnar skyldur þeirra samkvæmt núgildandi samningum. Umsóknum um aukið kennslumagn fyrir skólaárið 2022-2023 er synjað þar sem ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs. Sviðsstjóra er falið að gera samninga um kennslu á neðri stigum í samræmi við endanlega útreikninga og fjárheimildir sviðsins og samninga um efri stig í samræmi við greiðslur Jöfnunarsjóðs. 

  Greinargerð fylgir. 
  Samþykkt. 
  Vísað til borgarráðs. SFS22050078

  Fylgigögn

 8. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 9. febrúar 2021 ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. apríl 2022:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að gerð verði myglu- og rakapróf í eftirfarandi skólum af óháðum aðilum. Mikilvægt er að foreldrar barna sem dvelja í eftirfarandi skólum verði síðan upplýstir um það hvort að myglu sé að finna í húsnæði skólanna. Eins væri gagnlegt að nálgast mætti upplýsingar um úttektir er gerðar hafa verið á húsnæði leik- og grunnskóla á heimasíðum skólanna. Myglu- og rakapróf verði gerð á eftirfarandi starfsstöðum: Breiðagerðisskóli, Réttarholtsskóli, Hvassaleitisskóli, Álftamýrarskóli og Laugalækjarskóli.

  Tillögunni er vísað frá. 
  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. SFS22030181

  Fylgigögn

 9. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem frestað var á fundi skóla- og frístundaráðs 26. maí 2020:

  Lagt er til að skóla- og frístundasvið móti tillögur fyrir næsta skólaár um hvernig hægt verði að mæta nemendum sem misst hafa úr námi vegna skerts skólahalds í Kórónuveirufaraldrinum. Skert skólahald hefur áhrif á námsframvindu margra nemenda og bregðast verður við því með markvissum aðgerðum s.s. að skoðað verði að fjölga kennslustundum í undirstöðunámsgreinum s.s. í lestri og stærðfræði.

  Tillögunni er vísað frá. 
  Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins. SFS22020272

  Fylgigögn

 10. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðs: 

  Lagt er til að Alexandra Briem, Ásta Björgvinsdóttir, Guðný Maja Riba og Helgi Áss Grétarsson skipi valnefnd hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs. 

  Samþykkt. SFS22060178

 11. Lögð fram svohljóðandi tillaga skóla- og frístundaráðs: 

  Lagt er til að Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Marta Guðjónsdóttir skipi valnefnd íslenskuverðlauna unga fólksins. 

  Samþykkt. SFS22060179

 12. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. júní 2022, varðandi Talnalykil, niðurstöður stærðfræðiskimunar í 3. bekk 2021 og skýrslan Talnalykill 2021 – Niðurstöður úr stærðfræðiskimun í 3. bekk í grunnskólum Reykjavíkur, dags. maí 2022. SFS22060154 

  Fylgigögn

 13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. júní 2022, varðandi fundadagatal skóla- og frístundaráðs ágúst – desember 2022. SFS22060158

  Fylgigögn

 14. Lagt fram svar sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 20. júní 2022, við fyrirspurn skóla- og frístundaráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ráðstafanir vegna barna sem hafði verið boðin leikskólavistun. SFS22060092

  -    Kl. 15:10 tekur Guðrún Gunnarsdóttir sæti á fundinum.

  Fylgigögn

 15. Fram fer umræða um fréttir af vettvangi skóla- og frístundastarfs í Reykjavík.

  -    Kl. 15:30 víkur Sandra Hlíf Ocares af fundi.

 16. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

  Hversu margir skólar annars vegar og leikskólar hins vegar eru með sérkennslustjóra? SFS22060268

 17. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Er það tryggt að báðir foreldrar fái sömu upplýsingar um barn sitt í skólakerfinu? Er tryggt að forsjáraðili sem er ekki á lögheimili barns hafi sama aðgang að upplýsingum og forsjáraðili á lögheimili barnsins? SFS22060269

 18. Skóla- og frístundaráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Þann 22. mars síðastliðinn var breytingartillaga varðandi aðgerðaráætlun gegn rasisma í skóla- og frístundaráði samþykkt. Þar var tekið fram að starfshópur yrði stofnaður sem myndi vinna í málinu og skila niðurstöðum fyrir 1. júlí. Hvernig miðar störfum starfshópsins fram? Mun hann skila niðurstöðum fyrir 1. júlí 2022 eins og kom fram í breytingartillögunni? SFS22060270

Fundi slitið klukkan 15:42