Fundur nr. 422

Velferðarráð

Ár 2022, föstudagur 25. febrúar var haldinn 422. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 8:45 í Borgarbókasafninu Gerðubergi, Gerðubergi 3-5.  Á fundinn mættu: Elín Oddný Sigurðardóttir, Berglind Eyjólfsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Rannveig Ernudóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Stefán Hrafn Hagalín, Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist: 
 1. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaformaður velferðarráðs, setur fundinn og heldur stutt ávarp.

 2. Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir, verkefnastjóri í teymi árangurs- og gæðamats, kynnir niðurstöður þjónustukönnunar meðal notenda í heimaþjónustu, dagdvöl og þjónustuíbúðum. VEL22020034.

  Fylgigögn

 3. Bryndís Hreiðarsdóttir, forstöðukona í Furugerði, heldur erindi: Hvers konar þjónusta er veitt í þjónustuíbúðum? VEL22020035.

  Fylgigögn

 4. Ásdís Þorsteinsdóttir, forstöðukona í Þorraseli, heldur erindi: Lífið í dagdvölinni – fastagestur segir frá. VEL22020036.

  Fylgigögn

 5. Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og úr rafrænu streymi. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaformaður velferðarráðs, dregur saman umfjöllunina.

Fundi slitið klukkan 09:39