Fundur nr. 48

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2021, miðvikudaginn 17. febrúar kl. 10:10, var haldinn 48. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi.

 

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Líf Magneudóttir.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í

auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf, Arnaldur Sigurðarson, Egill Þór Jónsson, Björn Gíslason, Baldur Borgþórsson og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson.

 

Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, og Sigurjóna Guðnadóttir

 

Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.

 

 

Þetta gerðist:

 

 

Fundarritari: 
Glóey Helgudóttir Finnsdóttir
Þetta gerðist: 
 1. Framlengd heimild til notkunar fjarfundabúnaðar,          Mál nr. US200205

  Lagt fram bréf borgarstjórnar Reykjavíkur til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar þar sem fram kemur að borgarstjórn samþykkti þann 19. janúar sl. tillögu um framlengingu á heimild til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi. Einnig er lögð fram auglýsing, dags. 3. nóvember 2020, um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga nr. 1076/2020 og auglýsing um leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna nr. 1140/2013.

      Heilbrigðisnefnd,          Mál nr. US210013

  Fylgigögn

 2. Lagt fram mál nr. 2/2021 í Samráðsgátt um drög að reglugerð um takmarkanir og bann veghaldara um umferð vélknúinna ökutækja um stundarsakir vegna loftmengunar og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 15. janúar 2021.

  Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Það er mikilvægt að reglugerð sem ætlað er að stemma stigu við loftmengun sé raunverulega það tæki sem sveitarfélög geta beitt með góðum árangri í baráttunni við loftmengun frá ökutækjum. Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er réttilega bent á nokkur atriði sem betur þurfa fara og þarf að laga áður en reglugerðin tekur gildi. Umferðarmengun er stór heilsufarsógn við íbúa Reykjavíkur og nágrennis og ítrekar umhverfis- og heilbrigðisráð fyrri athugasemdir sínar og bókanir um meðal annars það að negldir hjólbarðar eiga ekkert erindi á götum Reykjavíkurborgar og gott væri að borgaryfirvöld fengju skýrar heimildir til að afstýra notkun þeirra.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúar Miðflokks og Sjálfstæðisflokks telja að framlögð drög um heimildir sveitarfélaga og Vegagerðarinnar til að setja akstursbann og þar með ferðabann á almenning ótæk með öllu og munu á öllum stigum greiða atkvæði gegn slíkum áformum. Það er jú hægt að beina tilmælum til fólks ef tilefni þykir til. Nær er að slíkum aðferðum sé beitt. Ekki er hægt að sætta sig við að borgarbúar þurfi að sæta fyrirvaralausri sviptingu ferðafrelsis á forsendum sem best verður lýst sem forræðishyggju. Sú hugmynd að það sé í lagi að svipta fólk ferðafrelsi á þeim forsendum að veðurspár og í raun tilfinning einstakra aðila innan raða embættiskerfis borgarinnar dæmir sig sjálf. Slík völd er auðvelt að misnota. Hér er því verið að stíga hættulegt skref. Hér er stigið skref gegn réttindum almennings og ferðafrelsi. Við það verður ekki unað. Nú er kominn tími til að Reykjavíkurborg taki sig saman og sinni þrifum gatna með viðunandi hætti. Sama gildir um Vegagerðina. Úrbóta er þörf. Þrifum gatna er stórlega ábótavant og hefur verið í áraraðir. Þar er rót vandans og þar eigum við að beita okkur. Að ætla sér að leysa vandann með boðum, bönnum og sviptingu mannréttinda er ekki lausn.

  Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Tekið eru undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Takmörkun eða bann umferðar er íþyngjandi fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki sem munu í ljósi þeirra sæta takmörkunum á ferða- og atvinnufrelsi. 

  Fylgigögn

 3. Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 14. janúar 2021 þar sem óskað er umsagnar um aukið malarnám í Bugamel í landi Norðurkots og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 27. janúar 2021.

  Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 15. janúar þar sem óskað er umsagnar um tillögu að matsáætlun fyrir þróun Sundahafnar og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 1. febrúar 2021. 

  Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Það er rík ástæða til að skoða samlegðaráhrif allra framkvæmda á þessu svæði m.t.t. lífríkis, mengunar og hávaða. Einnig geta aðrar óskyldar framkvæmdir á sama svæði aukið enn frekar á álag umhverfisins sem kann að skapast við fyrirhugaðar framkvæmdir. Eins er mikilvægt að grípa til nauðsynlegra mótvægisaðgerða og eftirlits til þess að Sundahöfnin geti áfram þjónað hlutverki sínu til framtíðar í sátt við nærliggjandi byggð og náttúru. Sundahöfnin er megin flutningsgátt til og frá landinu og er nauðsynlegt að þeir innviðir sem þar hafa byggst upp nýtist til framtíðar. Það væri hvorttveggja óumhverfisvænt og samfélagslega óhagkvæmt að leggja niður núverandi starfsemi og myndu ótímabærar afskriftir fjárfestinga og aukinn akstur flytjast út í verðlag. Á sama tíma þarf að lágmarka ónæði í nærliggjandi byggðum og tryggja að starfsemin skerði ekki lífsgæði í íbúa. Í því skyni þarf því að efla hljóðvarnir, bæta ásýnd og tryggja að starfsleyfum fyrirtækja á svæðinu sé fylgt.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram mál nr. 11/2021 í Samráðgátt um drög að breytingum á lögum vegna innleiðingar hringrásahagkerfis og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. febrúar 2021.

  Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 6. Kynning á niðurstöðum heilbrigðiseftirlits á vöktun loftgæða í Reykjavík árið 2021. 
  Frestað.

 7. Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 11. febrúar 2021, við áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ráðstöfun hundaeftirlitsgjalda og lögmæti starfsemi Dýraþjónustu Reykjavíkur, sem var lögð fram í borgarráði 4. febrúar 2021 og vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs - R20110224

  Fylgigögn

 8. Lagður fram listi dags. 17. febrúar 2021 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

  Fylgigögn

 9. Lagður fram listi dags. 17. febrúar 2021 yfir samþykkt hundaleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Trúnaðarmerkt.

  Að loknum málum Heilbrigðisnefndar víkur Ólafur Jónsson af fundi.

  (E) Umhverfismál

 10. Samræming flokkunar úrgangs á höfuðborgarsvæðinu, fýsileikaskýrsla, kynning         Mál nr. US210034

  Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til borgarráðs, dags. 20. janúar 2021 ásamt fýsileikaskýrslu ReSource International ehf. um samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu, dags. 14. janúar 2021 og minnisblaði starfshóps um samræmingu úrgangsflokkunar, dags. 12. janúar 2021. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. febrúar 2021. 
  Kynnt.

  Karl Eðvaldsson frá ReSource International ehf. og Friðrik Klingbeil Gunnarsson ráðgjafaverkfræðingur taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Afar mikilvægt er að hugsa í lausnum þegar kemur að samræmdri flokkun á öllum úrgangi við heimili á höfuðborgarsvæðinu. Það eykur virði þeirra strauma sem fara til meðhöndlunar Sorpu og gæti hæglega dregið úr útgjöldum sveitarfélaganna í heild sinni og þar með lækkað kostnað íbúa við meðhöndlun úrgangs. Meirihluti umhverfis- og heilbrigðisráðs telur þó ekki ástæðu til að ganga lengra en Evróputilskipunin kveður á um og skylda sérsöfnun innan lóðar. Slíkar ákvarðanir ættu að vera áfram í höndum sveitarfélaganna og byggja á árangri í söfnun hverju sinni. Lögð hefur verið áhersla á valfrelsi í úrgangsmálum í Reykjavík og er mikilvægt að halda því áfram. Sérsöfnun frá heimilum er kostnaðarsöm og leggst sá kostnaður á heimilin. Grenndarstöðvakerfi Reykjavíkur er vel nýtt og hefur sannað sig sem alvöru valkostur þegar kemur að móttöku á endurvinnsluefnum. Það þarf hinsvegar að leggja ríkari áherslu á að samræma sorpsamþykktir á höfuðborgarsvæðinu og er hægt að auka árangur með því að takmarka enn frekar þá úrgangsflokka sem lenda í gráu tunnunni.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Það er löngu orðið tímabært að samræma flokkun úrgangs á heimilum höfuðborgarsvæðisins. Einfalt og samræmt flokkunarkerfi leiðir til betri flokkunar. Enn fremur má benda á að tækifæri eru fyrir Reykjavíkurborg að bjóða út sorphirðu til að auka hagkvæmni og bæta þjónustu.

  Fylgigögn

 11. Friðlýsing á Blikastaðakró, Grafarvogi og þangfjörusvæði, í austanverðum Skerjafirði, tillaga - USK2021020066         Mál nr. US210039

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða ásamt greinargerð, dags. 12. febrúar 2021, þar sem lagt er til að umhverfis- og heilbrigðisráð samþykki að hefja formlegt samtal við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun um friðlýsingu á Blikastaðakró, Grafarvogi og
  þangfjörusvæði í austanverðum Skerjafirði.
  Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá.

  Vísað til borgarráðs

  Snorri Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Mikilvægi náttúrusvæða og náttúruverndar verður okkur æ ljósari á tímum loftslagsbreytinga og heimsfaraldra. Í þéttri byggð og sístækkandi borg verðum við að vanda okkur og huga að verndun búsvæða fjölbreytts lífríkis, vistgerða, náttúruvætta, einstakra jarðminja, landslags og gróðurfars. Náttúran gegnir lykilhlutverki í lýðheilsu og hvers kyns athöfnum borgarbúa en náttúran hefur líka gildi í sjálfri sér. Samtal um friðlýsingu þriggja mikilvægra strandsvæða í Reykjavík við Blikastaðakró, Grafarvog og þangfjörusvæðið í austanverðum Skerjafirði er fyrsta skrefið af mörgum í átt að aukinni náttúruvernd í Reykjavík. Friðlýsingarhjólin eiga líka að fá að snúast í borginni. 

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins þar sem ekki liggur fyrir hvort friðlýsingar við Blikastaðakró hafi áhrif á legu Sundabrautar. Hins vegar styðja fulltrúarnir friðlýsingaáform í Skerjafirði og Grafarvogi.

  Fylgigögn

 12. Drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu 2015-2026, umsögn         Mál nr. US210035

  Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. janúar 2021, varðandi drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu 2015-2026. 

  Fylgigögn

 13. Þróun Sundahafnar, umsögn         Mál nr. US210036

  Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar, dags. 15. janúar um tillögu að matsáætlun fyrir framkvæmdina þróun Sundahafnar ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 10 febrúar 2021.

  Snorri Sigurðsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Full ástæða er til að meta vandlega umhverfisáhrif framkvæmdanna og hver þolmörk lífríkis og náttúru á svæðinu eru. Nú þegar er lokið við gerð rúmlega helmings endanlegar landfyllingar í Laugarnesinu án þess að fram hafi farið fullnaðarmat á umhverfisáhrifum hennar. Þetta eru ekki góð vinnubrögð. Betra hefði verið að hugsa til enda allar breytingar á þessu svæði svo þær mætti meta heildstætt og áhrifin sem breytingarnar og framkvæmdirnar hafa til skamms tíma og frambúðar. Umhverfis- og heilbrigðisráð tekur undir umsögn skrifstofu umhverfisgæða. 

  Fylgigögn

 14. Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, umsögn         Mál nr. US210037

  Lögð fram umsagnarbeiðni frá nefndarsviði Alþingis, dags. 11. desember 2020 og frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369 mál 151. löggjafarþings 2020-2021. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 28. janúar 2021.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri Grænna í umhverfis- og heilbrigðisráði taka undir umsögn Reykjavíkurborgar um Hálendisþjóðgarð.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins taka ekki undir umsögn Reykjavíkurborgar um Hálendisþjóðgarð. 

  Fylgigögn

 15. Breyting á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis, umsögn         Mál nr. US210032

  Lagt fram mál nr. 11/2021 í Samráðgátt um drög að breytingum á lögum vegna innleiðingar hringrásahagkerfis og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 8. febrúar 2021.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri Grænna í umhverfis- og heilbrigðisráði taka undir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfisins. Mikilvægt er að viðhalda grenndarstöðvarkerfinu í Reykjavík sem hefur sannað sig sem góðan farveg fyrir endurvinnsluefni auk þess þarf að vera sveigjanleiki til að mæta fjölbreyttum þörfum í þéttri og eldri byggð.

  Fylgigögn

 16. Starfstímabil Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2021, tillaga         Mál nr. US210038

  Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 11. febrúar 2021 þar sem lagt er til að: 

  Nemendum úr 8. bekk bjóðist að starfa í 3,5 tíma á dag í 15 daga (alls 52,5 tíma) á einu þriggja starfstímabila:
  - 11. júní - 02. júlí
  - 05. júlí - 23. júlí
  - 26. júlí - 16. ágúst

  Nemendum úr 9. bekk bjóðist að starfa í 7 tíma á dag í 15 daga (alls 105 tíma) á einu þriggja starfstímabila:
  - 11. júní - 02. júlí
  - 05. júlí - 23. júlí
  - 26. júlí - 16. ágúst

  Nemendum úr 10. bekk bjóðist að starfa í 7 tíma á dag í 20 daga (alls 140 tíma) á einu tveggja starfstímabila.
  - 11. júní - 09. júlí
  - 12. júlí - 06. ágúst

  Samþykkt. 

  Magnús Arnar Sveinbjörnsson skólastjóri vinnuskólans tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Það er mikilvægt að haldið sé utan um ungt fólk þegar kemur að sumarvinnu og því þarf Reykjavíkurborg að ganga mun lengra en þessi tillaga vinstri meirihlutans. Á fundinum liggur fyrir tillaga Sjálfstæðisflokksins um að bjóða upp á meiri sumarvinnu fyrir ungmenni en fyrirliggjandi tillaga. Við þurfum að standa betur við bakið á ungmennum sem hafa verið að ganga í gengum flókna og erfiða tíma.

  Fylgigögn

 17. Úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús, til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, tillaga         Mál nr. US200386

  Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um úthlutun á styrkjum til Húsfélagsins Mánatúni 6 og Meistaravöllum 33 úr styrktarsjóði til uppsetninga á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við fjöleignarhús, ásamt fylgigögnum.
  Samþykkt.

  (D) Ýmis mál

  Fylgigögn

 18. Umhverfis- og skipulagssvið, uppgjör janúar til nóvember 2020, trúnaður         Mál nr. US200295

  Lögð fram greinargerð 11. mánaða uppgjörs umhverfis- og skipulagssviðs janúar til september 2020.

 19. Hringrásarsafn, umsóknarbeiðni um styrk         Mál nr. US210024

  Lögð er fram til umsagnar umsókn Reykjavik Tool Library ehf. um styrk úr Borgarsjóði dags. 14. október 2020 vegna hringrásarsafns sem staðsett er í Borgarbókasafni Reykjavík. Einnig eru lagðar fram fyrri umsóknir dags. 30. september 2019 og 24. september 2018, greinargerð um ráðstöfun styrkfjár, dags. 31. desember 2019, stefna verkefnisins á ensku, ódags. og myndir af skápum sem munu hýsa verkefnið, ódags.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Munasafnið styður við markmið hringrásarhagkerfisins og er verðugt og göfugt grasrótarverkefni til að minnka neyslu og sóun, stuðla að umhverfisvernd og virkja deilihagkerfið og félagsauð borgarsamfélagsins. Borgin styrkir margs konar fjölbreytt frumkvöðlaverkefni sem hafa þessi markmið og er umhverfis- og heilbrigðisráð einstaklega jákvætt gagnvart framlagi og verkefnum Munasafnsins og telur að styrkveiting til þess geti fest það betur í sessi til framtíðar. 

 20. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að heimila skólabörnum að vinna lengri starfstímabil í vinnuskólanum - R21010298, USK2021010157         Mál nr. US210030

  Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem barst borgarráði 28. janúar 2021 og var vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs dags. 17. febrúar 2021: 

  Lagt er til að borgarráð skoði starfstímabil vinnuskóla Reykjavíkur með það í huga að lengja það tímabil sem umsækjendur geta unnið. Lagt er til að fjármálasviði verði falið að kostnaðarmeta kostnaðinn við að lengja tímabilin í t.d. fjögur. Eins verði það kostnaðarmetið að umsækjendur fái úthlutað vinnu á tveimur tímabilum í stað eins sé eftir því óskað. Hvert tímabil er 15 dagar og nemendur úr 8. bekk munu vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur úr 9. og 10. bekk í 7 tíma. Skráningartími getur haft áhrif á niðurröðun á starfstímabil þannig að þeir sem eru fyrr skráðir verða í forgangi um val á tímabilum. 

  Vísað frá með fjórum atkvæðum Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins greiða atkvæði gegn frávísuninni.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:32