Fundur nr. 51

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2021, miðvikudaginn 21. apríl 2021, kl. 11:05, var haldinn 51. fundur umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Líf Magneudóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf, Björn Gíslason, Egill Þór Jónsson, Baldur Borgþórsson og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ólafur Jónsson.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Óskar Ísfeld Sigurðsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson og Sigurjóna Guðnadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttir Finnsdóttir.
Þetta gerðist:

Fundarritari: 
Glóey Helgudóttir Finnsdóttir
Þetta gerðist: 
 1. Heilbrigðisnefnd,          Mál nr. US210013

  I.    Lögð fram umsagnarbeiðni frá nefndarsviði Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit) og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 7. apríl 2021.

  Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum.

  II.    Lögð fram drög að reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna, minnisblað frá Umhverfisstofnun dags. 11. desember 2020 um tillögur Umhverfisstofnunar að breytingum á reglugerð nr. 980/2015 um meðferð varnarefna og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 16. mars 2021.

  Guðjón Ingi Eggertsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  III.    Lagt fram erindi Persónuverndar dags. 23. mars 2021 ásamt kæru dags. 4. nóvember 2020 þar sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er kært vegna starfsmanns sem hafi farið inn á einkalóð kvartanda án vitundar íbúa og tekið ljósmyndir af fasteignum og lausafjármunum við heimili hans. Einnig er lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 25. nóvember 2020.

  Erla Bjarný Jónsdóttir lögfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  IV.    Kynning á vöktun HER á umhverfisþáttum vegna eldgoss í Geldingadölum.

  Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  -    Kl. 11:31 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.

  V.    Lögð fram skýrsla Háskóla Íslands til Vegagerðarinnar um niðurstöður rannsókna á áhrifum hraða á mengun vegna umferðar, dags. 2021.

  Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Við þökkum skýrslu sem Háskóli Íslands vann fyrir Vegagerðina um áhrif hraða á mengun. Þar kemur enn og aftur fram að nagladekkin eru langstærsti áhrifavaldurinn við myndun svifryks. Niðurstöður skýrslunnar sýna að með því að draga úr umferðarhraða mætti draga töluvert úr myndun svifryks og minnka um leið slit á götum.

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Ljóst er að nagladekkjanotkun hefur aukist gríðarlega frá árinu 2012. Árangursríkara er að hvetja fólk til að nota ekki nagladekk, en það er hægt að gera með aukinni fræðslu samhliða öflugri vetrarþjónustu. Reykjavíkurborg þarf að þrífa götur mun oftar, fremur en að beita yfirgripsmiklum hraðatakmörkunum til að stemma stigu við svifryksmengun. Einnig má benda á þá staðreynd að malbikið sem borgin notar stenst illa gæðakröfur. Kostnaður við hraðalækkunaráætlun mun kosta borgarbúa 1,5 milljarða króna, auk þess getur þetta leitt til þess að umferð aukist inn í íbúðahverfi. Rekstrarkostnaður Strætó eykst og þjónusta versnar. 

  Þröstur Þorsteinsson prófessor við Háskóla Íslands tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  VI.    Lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun um Kolviðarhólslínu 1, dags. 2. mars 2021 vegna mats á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu frá Landsneti dags. 21. janúar 202 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 19. mars 2021.

  Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  VII.    Lögð fram Ársskýrsla Framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði á höfuðborgarsvæðinu árið 2020.

  VIII.    Lögð fram undanþágubeiðni frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 24. mars 2021 vegna hunda á gististað Farfugla ses dags. 19. mars 2021 ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. apríl 2021. 

  Aron Jóhannsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  IX.    Lagt fram til afgreiðslu reglur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um aðgang hunda og katta að veitingastöðum í Reykjavík.

  Samþykkt. 

  X.    Lögð fram drög, um breytingu á reglugerð nr. 1294/2014, um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda, frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. mars 2021.

  Jón Ragnar Gunnarsson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  XI.    Lagður fram listi dags. 21. apríl 2021 yfir samþykkt tóbaks- og starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

  Að loknum málum Heilbrigðisnefndar víkur Ólafur Jónsson af fundi.

  (E) Umhverfismál

  Fylgigögn

 2.  

  Lögð fram skýrsla Hafrannsóknarstofnunar um farleiðir laxa og urriða á ósasvæðum Elliðaáa og Leirvogsár árin 2017 og 2018, dags. mars 2021.

  Fylgigögn

 3. SORPA bs., fundargerð         Mál nr. US130002

  Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu Bs. nr. 444 dags. 26. febrúar 2021 og 445 dags. 12. mars 2021 ásamt fylgiskjölum.

  Fylgigögn

 4. Úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús, til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, tillaga         Mál nr. US200386

  Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um úthlutun á styrkjum til Búsetufélagsins Garðhúsum 2 – 8 og Húsfélagsins að Gautavík 28 - 30 úr styrktarsjóði til uppsetninga á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við fjöleignarhús, ásamt fylgigögnum.

  Samþykkt. 

  Fylgigögn

 5. Laun nema Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2021, Tillaga         Mál nr. US210066

  Lagt er til að umhverfis- og heilbrigðisráð samþykki eftirfarandi starfstíma og hækkun launa
  nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2021:
  -Tímakaup nemenda úr 8. bekki hækki úr 560 kr. í 664 kr., starfstími 3 vikur
  -Tímakaup nemenda úr 9. bekki hækki úr 630 kr. í 886 kr., starfstími 3 vikur
  -Tímakaup nemenda úr 10. bekki hækki úr 838 kr. í 1107 kr., starfstími 3 vikur. 

  Tillögunni fylgir greinargerð.

  Samþykkt.
  Vísað til borgarráðs

  (D) Ýmis mál

  Fylgigögn

 6. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn,          Mál nr. US210067

  Þann 21.júní 2019 lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu í borgarstjórn um markvissa gróðursetningu til að minnka vindálag í Reykjavík (málsnr. US190274). Borgarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs. Þann 16. október sama ár var tillögunni vísað að til Umhverfis- og skipulagssviðs, Skrifstofu umhverfisgæða og inn í áætlun og greiningar. Hver er staðan á þessari vinnu? Einnig er lögð fram umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. apríl 2021. 

  Fylgigögn

 7. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði, um hunda í afgreiðslurými borgarþjónustufyrirtækja - R21030277         Mál nr. US210097

  Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins sem barst borgarráði 25. mars 2021 og var vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs 12. apríl 2021:

  BORGARRÁÐ 25. mars 2021: Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hunda í afgreiðslurými borgarþjónustufyrirtækja - R21030277 
  Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að hundar verði leyfðir í anddyri eða afgreiðslurými borgarþjónustufyrirtækja í stað þess að eigendur þeirra þurfi að festa þá utandyra meðan þeir ganga erinda sinna hjá borginni. Eins og kunnugt er greiða hundaeigendur sérstakan skatt fyrir að fá að halda hund. Inn í þeim skatti er trygging innifalinn, samkvæmt Dýraþjónustu Reykjavíkur, geri hundurinn eitthvað af sér. Hundar eru óvelkomnir á flesta staði innanhúss í opinberu rými borgarinnar og í borginni. Engin ástæða er til að banna eigendum að taka hundinn sinn með inn í það minnsta í anddyri eða afgreiðslurými/sal borgarfyrirtækja í stað þess að eigendur þurfi að skilja dýrið eftir úti á meðan þeir rétt skreppa inn. Heimilishundar bera yfirleitt með sér sama örverulíf og eigendur þeirra. Hundar eru einnig tengdir eiganda með traustum taumi og eigandinn hefur fullt vald á dýrinu. Rök fyrir því að banna að taka hunda með sér inn í anddyri opinberra stofnanna í Reykjavík eru því veik.

  Tillögunni er vísað til umsagnar Dýraþjónustu Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

  Fylgigögn

 8. Fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins,          Mál nr. US210108

  1. Yfirlit yfir þrif stofngatna eins og Miklubrautar, Kringlumýrarbrautar, Sæbrautar og að auki er óskað eftir sambærilegum uppl. vegna Grensásvegs. Óskað er eftir dagsetningum þrifa á tímabilinu 01.01.2020 til dagsins í dag. Að auki er óskað eftir lýsingu á framkvæmd þrifa, þ.e. hvað í þeim felst. 2. Yfirlit yfir svifryksmælingar við sömu götur. Óskað eftir dagsetningum mælinga og niðurstaðna þeirra á tímabilinu 01.01.2020 til dagsins í dag.

  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Fundi slitið klukkan 12:32