Fundur nr. 60

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2021, mánudaginn 28. júní var haldinn 60. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn með í Ráðhúsinu borgarráðsherbergi og hófst hann kl. 13.35. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson formaður, Ellen Calmon, Jórunn Pála Jónasdóttir, Baldur Borgþórsson og Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði:  Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttur varamaður fyrir Katrínu Atladóttur, Pawel Bartoszek og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri rekstrar og fjármála hjá menningar- og ferðamálasviði, María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist: 
 1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. þar sem er tilkynnt að Jórunn Pála Jónasdóttir taki sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði í stað Ragnhildar Öldu Vilhjálmsdóttir. Jafnframt er tilkynnt að Ragnhildur Alda taka sæti sem varamaður í ráðinu í stað Egils Þórs Jónssonar.

  Fylgigögn

 2. Lögð fram tillaga faghóps dags. 23. júní 2021 að úthlutun styrkja fyrir myndríka miðlun um sögu Reykjavíkur.
  Samþykkt.

 3. Fylgigögn
 4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. júní 2021, sbr. samþykkt borgarráðs frá 24. júní á tillögu borgarstjóra um stofnun safns Nínu Tryggvadóttur sem staðsett verður í Hafnarhúsinu.  

  -    Kl. 14:05 víkja Erling Jóhannesson, Huld Ingimarsdóttir og María Rut Reynisdóttir af fundi.
  -    Kl. 14:06 taka sæti á fundinum Ómar Einarsson sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá íþrótta- og tómstundasviði og Frímann Ari Ferdinandsson frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra dags. 27. apríl 2021 með ósk um umsögn ráðsins um erindi Fjölnis og Regins um uppbyggingu keppnisaðstöðu við Egilshöll. 
  Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 15. júní 2021.
  Frestað.

   

  Fylgigögn

 6. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. maí 2021 með ósk um umsögn ráðsins um drög að lýðheilsustefnu Reykjavíkur til 2030. Einnig lögð fram umsögn menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.
  Samþykkt.

  Fylgigögn

 7. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. maí 2021 með ósk um umsögn ráðsins um tillögu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um Höfuðborgarkort. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra íþrótta-, og tómstundasviðs, dags. 15. júní 2021.

  Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Sameiginlegt sund- og menningarkort myndi bæta lífsgæði Reykvíkinga og íbúa annarra sveitarfélaga en þó þarf að huga að ýmsum tækniatriðum samanber minnisblað íþrótta og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar. Leita mætti eftir því á vettvangi SSH að skoða viðurkenningu ákveðinna korta, t.d. afsláttarkorta fullorðinna í tilraunaskyni.

  Fylgigögn

 8. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. júní 2021 þar sem vísað er til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi samráðshóp um framtíð Skotfélags Reykjavíkur. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 15. júní 2021.
  Samþykkt að fulltrúar íþrótta- og tómstundasviðs, Íþróttabandalags Reykjavíkur og umhverfis- og skipulagssviðs taki upp viðræður við Skotfélag Reykjavíkur vegna málsins.

  Fylgigögn

 9. Fram fer umræða um aðgengismál í sundlaugum.

 10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. júní 2021, vegna dans- og fimleikahúss í Efra-Breiðholti.

  Fylgigögn

 11. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 21. júní 2021, vegna frisbígolfvallar í Leirdal.

  Fylgigögn

 12. Lagt fram bréf skíðadeildar Ármanns, dags. 9. júní 2021, vegna skála félagsins í Bláfjöllum. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra íþrótta- og tómstundstundasviðs, dags. 24. júní 2021.

  Fylgigögn

 13. Lögð fram skýrsla starfshóps, dags. 21. júní 2021, um rekstur íþrótta-, menningar- og menntaseturs í Úlfarsárdal.

  Fylgigögn

 14. Lagt fram yfirlit yfir styrki ráðsins og styrkveitingar.

  Fylgigögn

 15. Lagt fram trúnaðarmerkt yfirlit yfir rekstur íþrótta- og tómstundasviðs janúar-apríl 2021.

 16. Fram fer umræða um stöðuleyfi fyrir veitingavagna hjá starfsstöðum íþrótta- og tómstundasviðs. 
  Vísað til meðferðar sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs til skoðunar með umhverfis- og skipulagssviði. 

  Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Eðlilegt er að stöðuleyfi fyrir veitingavagna við starfstaði íþrótta- og tómstundasviðs séu afgreidd í samræmi við reglur borgarinnar og götu- og torgsölu.

Fundi slitið klukkan 15:55