Fundur nr. 61

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2021, mánudaginn 23. ágúst var haldinn 61. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu borgarráðsherbergi og hófst hann kl. 13.37. Viðstödd voru: Hjálmar Sveinsson formaður, Pawel Bartoszek, Líf Magneudóttir, Ellen Calmon, Jórunn Pála Jónasdóttir, Baldur Borgþórsson, Örn Þórðarson varamaður fyrir Katrínu Atladóttur.  Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri hjá ÍTR og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra hjá ÍTR sem skrifaði fundargerð.

Fundarritari: 
Helga Björnsdóttir
Þetta gerðist: 
 1. Lögð fram tilkynning skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. ágúst 2021 um afgreiðslu borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnalaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi varðandi m.a. notkun fjarfundabúnaðar á fundum nefnda og ráða.

  Fylgigögn

 2. Lögð fram tímaáætlun og verkáætlun dags. 25. janúar  2021 vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2022.

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 3. ágúst 2021 með ósk um umsögn um tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða.

  Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram eftirfarandi umsögn.

  Menningar, íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki neinar efnislegar athugasemdir við þau gögn sem liggja fyrir frá stýrihópi um innleiðingu íbúaráða. Þó vill ráðið benda á nauðsyn þess að settar verði verklagsreglur varðandi samskipti fagráða og íbúaráða og sviða borgarinnar. Ráðið telur nauðsynlegt að eftir að tekið hefur verið tillit til athugasemda og umsagna í núverandi ferli verði endanlegar tillögur kynntar fyrir fagráðum og sviðum borgarinnar áður en tillögurnar verða afgreiddar í borgarstjórn.

  Samþykkt.

  Fulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Örn Baldursson og Jórunn Pála Jónasdóttir sitja hjá.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 17. ágúst 2021 varðandi lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.

  Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð leggur fram eftirfarandi umsögn:

  Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki efnislegar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar og aðgerðaráætlun og mælanleg markmið.  En óskar eftir að fá stefnuna aftur til kynningar þegar umsagnir fagráða, nefnda og íbúa hafa verið mótteknar og stefnan þá e.t.v. endurbætt á grundvelli ábendinga og athugasemda. Ráðið telur rétt að lýðræðisstefnan myndi ávarpa samráð við fleiri hagaðila, sér í lagi félagasamtök. Samskipti við félagasamtök á sviði menningar- og íþrótta eru snar þáttur af störfum ráðsins og vill ráðið nefna að Íþróttabandalag Reykjavíkur og Bandalag íslenskra listamanna hafa áheyrnarfulltrúa á fundum ráðsins og er rétt að nefna það í stefnunni.

  Samþykkt.
  Fulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Örn Baldursson og Jórunn Pála Jónasdóttir sitja hjá.

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf Aþenu íþróttafélags dags. 31. júlí 2021 með ósk um styrk vegna leigu á húsnæði fyrir körfuknattleik.
  Erindið hlýtur ekki stuðning.  

  Fylgigögn

 6. Lagt fram bréf skíðadeildar Hrannar vegna aðstöðumála í Skálafelli.
  Erindið hlýtur ekki stuðning og er vísað til samstarfsnefndar skíðasvæðanna.

  Fylgigögn

 7. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 6. ágúst 2021 vegna starfs félagsins í Safamýri.
  Vísað til umsagnar ÍBR.

  Fylgigögn

 8. Lagður fram afgreiðslutími á Ylströndinni vegna sjósunds árin 2021-2022.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. ágúst 2021 vegna tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði um að skoðað verði að koma upp tennisvelli í nýju íþróttabyggingunni í Úlfarsárdal.
  Málið hefur verið skoðað.  Ekki er grundvöllur að koma fyrir tennisvelli í núverandi íþróttabyggingum í Úlfarsárdal eða á núverandi íþróttasvæði.  

  Fylgigögn

 10. Lagt fram 6 mánaða uppgjör ÍTR – trúnaðarmál.

 11. Lagt fram minnisblað dags. 19. ágúst 2021 um áhrif Covid 19 á rekstur ÍTR.

  -    kl. 14:30  víkja Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson og Ingvar Sverrisson af fundinum.

  -    Kl. 14:31 tekur sæti á fundinum Anna Eyjólfsdóttir varaáheyrnarfulltrúi BÍL

  Fylgigögn

 12. Fram fer kynning á Vindhörpunni, listaverki sem reist verður í tilefni af 10 ára afmæli Hörpu.
  Ólöf K. Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Íslands situr fundinn undir þessum lið.

  -    14:40 taka sæti á fundinum Huld Ingimarsdóttir skrifstofustjóri rekstrar og fjármála hjá menningar- og ferðamálasviði og María Rut Reynisdóttir skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði.

  Fylgigögn

 13. Lagt fram bréf Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. í júní 2021 vegna tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarráðs 24. júní 2021 um varðveislu og endurgerð grásleppuskúra við Ægissíðu. 
  Guðbrandur Benediktsson forstöðumaður Borgarsögusafns situr fundinn undir þessum lið.

  Fylgigögn

 14. Lagt fram minnisblað Borgarsögusafns dags. 18. ágúst 2021 um fornminjar í Elliðaárdal, frá tímum innréttinganna á 18. öld.  Ástand og hugmyndir um bætt aðgengi og miðlun
  Guðbrandur Benediktsson forstöðumaður Borgarsögusafns situr fundinn undir þessum lið.

  Fylgigögn

 15. Lagt fram minnisblað Borgarsögusafns dags. 21. maí 2021 um stefnumótun fyrir Viðey.
      Samþykkt að Líf Magneudóttir og Katrín Atladóttir taki sæti í stefnumótunarhópnum.
  Guðbrandur Benediktsson forstöðumaður Borgarsögusafns situr fundinn undir þessum lið.

  Fylgigögn

 16. Lagt fram svar Borgarsögusafns dags. í ágúst 2021 við tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins á fundi borgarráðs 22. júlí 2021, um meiri virkni í Árbæjarsafni – R21070162.  
  Guðbrandur Benediktsson forstöðumaður Borgarsögusafns situr fundinn undir þessum lið.

  Fylgigögn

 17. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 18. ágúst 2021 ásamt drögum að samstarfssamningi um samrekið almennings- og skólabókasafn í Úlfarsárdal.
  Samþykkt.

  Fylgigögn

 18. Lögð fram umsögn menningar- og ferðamálasviðs dags. 17. maí 2021 um ósk GR um að fá aukið rými á Korpúlfsstöðum til afnota.

  Fylgigögn

 19. Lögð fram umsögn menningar- og ferðamálasviðs dags. 17. maí 2021 um ósk Sambands íslenskra myndlistarmanna um að efla Korpúlfsstaði enn frekar sem menningarmiðstöð.

  Fylgigögn

 20. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 19. ágúst 2021 um framtíð Úrbótasjóðs tónleikastaða í Reykjavíkur og stuðning við tónleikastaði.
      Samþykkt að framlengja líftíma Úrbótasjóðs tónleikastaða um eitt ár.  

  -    kl. 15:40 víkur Jórunn Pála Jónasdóttir af fundi.
  -    kl. 15:41 víkur Anna Eyjólfsdóttir af fundi.  

  Fylgigögn

 21. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 19. ágúst 2021 um breytingar á verklagsreglum menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs um úthlutun styrkja og samstarfssamninga á sviði menningarmála. 
  Samþykkt. 

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:55