Fundur nr. 62

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Ár 2022, miðvikudaginn 19. janúar, var haldinn 62. fundur Umhverfis- og heilbrigðisráð. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst klukkan 10:02. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Skúli Helgason, Sabine Leskopf, Arnaldur Sigurðarson, Jórunn Pála Jónasdóttir, Björn Gíslason, Vigdís Hauksdóttir, Ólafur Jónsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Óskar Ísfeld Sigurðarson, Rósa Magnúsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Sigurjóna Guðnadóttir, Glóey Helgudóttir Finnsdóttir og sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist: 
 1. Kosning í umhverfis- og heilbrigðisráð, USK2019060057         Mál nr. US210144

  Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. desember 2021 þar sem tilkynnt er að Baldur Borgþórsson taki sæti í stað Kolbrúnar Baldursdóttur sem varamaður í umhverfis- og heilbrigðisráði.

      Heilbrigðisnefnd,          Mál nr. US210013

  Fylgigögn

 2. Lagt fram mál nr. 232/2021 úr Samráðsgátt um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fiskeldi, lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum um um umhverfismat framkvæmda og áætlana (leyfisveiting til bráðabirgða), ásamt fylgigögnum og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 10. janúar 2022. 

      Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

  Fylgigögn

 3. Kynning á niðurstöðum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á vöktun loftgæða í Reykjavík 2021. 

      Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

  Uppspretta svifryks er ekki náttúrulögmál og okkur ber að beita öllum þeim úrræðum sem við höfum yfir að ráða til að ráða niðurlögum þeirrar mengunar sem sannarlega er af mannavöldum eins og frá bílaumferð, nagladekkjanotkun, flugeldum og iðnaði svo eitthvað sé nefnt.

      Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Númer 1, 2 og 3 er að þvo/þrífa göturnar oftar í Reykjavík til að hindra svifryksmengun. Það er athyglisvert að sjá að mengunin fór einungis 11 sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörkin á árinu 2021 en má fara 35 sinnum yfir samkvæmt reglugerð. Uppspretturnar voru að ástæðurnar voru: sandfok af Suðurlandi 4x, staðbundin mengun við þungar umferðargötur 5x, særok 1x og mengun vegna áramóta 1x. Þetta sýnir að umferðin er ekki vandamálið. Mjög mikilvægt er að þegar tilkynningar sem fara yfir mörk svifryksmengunar eru sendar út að upplýst sé í leiðinni af hvers völdum. Annað er mjög villandi. 
      Svava Svanborg Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 
   

 4. Kynning á niðurstöðum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á vöktun strandlengjunnar í Reykjavík 2021 vegna viðgerða á skólphreinsistöðinni Ánanaustum. 

      Svava Svanborg Steinarsdóttir og Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúar taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

 5. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu, um öryggisúttekt á leiktækjum í umsjá og eigu Reykjavíkurborgar: 

  Umhverfis- og heilbrigðisráð samþykkir að heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar láti framkvæma öryggisúttekt á öllum leiktækjum í umsjá og eigu Reykjavíkurborgar. Sérstaklega verði horft til öryggi tækjanna við ákveðnar veðuraðstæður í vetrarveðrum. Þá er lagt til að bætt verði úr án tafar þar sem öryggi leiktækjanna er ábótavant. Enn fremur skal skoðað ofan í kjölinn alvarlegt atvik, sem átti sér stað við Korpuskóla, 30. nóvember síðastliðinn. Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar verði falið að skila skýrslu til ráðsins hið fyrsta, bæði vegna úttektar og atviksins við Korpuskóla. 

      Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. 

  Fylgigögn

 6. Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 14. desember 2021, 21. desember 2021, 22. desember 2021, 28. desember 2021, 30. desember 2021, 4. janúar 2022, 5. janúar 2022 og 11. janúar 2022.

  Að loknum málum heilbrigðisnefndar víkur Ólafur Jónsson fulltrúi Samtaka atvinnulífsins af fundi.

  Fylgigögn

 7. Staða umhverfis- og skipulagssviðs á tímum covid-19, Kynning         Mál nr. US220014

  Mannauðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fer yfir stöðu mála á sviðinu. 

  Ásdís Ásbjörnsdóttir mannauðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.

  (E) Umhverfismál

 8. Skýrsla starfshóps um hröð orkuskipti í Reykjavík, MSS21120162         Mál nr. US220002

  Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, f.h. borgarráðs, dags. 7. janúar 2022, þar sem óskað er umsagnar umhverfis- og heilbrigðisráðs um tillögu borgarstjóra um málsmeðferð fyrir tillögur starfshóps um hröð orkuskipti í Reykjavík, ásamt tillögu um eigendastefnu Reykjavíkurborgar. Einnig er lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 4. janúar 2022 og skýrsla starfshóps um hröð orkuskipti í Reykjavík dags. maí 2021. Jafnframt er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14 . janúar 2022.

  Umhverfis- og heilbrigðisráð tekur undir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs og gerir að sinni.

  Fylgigögn

 9. Tillögur starfshóps um hringrásarhagkerfið í Reykjavík, MSS21120167         Mál nr. US220017

  Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, f.h. borgarráðs, dags. 7. janúar 2022, þar sem óskað er umsagnar umhverfis- og heilbrigðisráðs um tillögu borgarstjóra um málsmeðferð fyrir tillögur starfshóps um hringrásarhagkerfið í Reykjavík ásamt tillögu um eigendastefnu Reykjavíkurborgar. Einnig er lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. janúar 2022 og skýrsla starfshópsins dags. 2021 ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. janúar 2022.

  Umhverfis- og heilbrigðisráð tekur undir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs og gerir að sinni.

  Fylgigögn

 10. Tillaga að friðlýsingu Bessastaðaness, kynning         Mál nr. US220015

  Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 22. október 2021 og greinargerð stofnunarinnar um athugasemdir við tillögu að friðlýsingu Bessastaðaness dags. 7. janúar 2022. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. desember 2021. 

  Fylgigögn

 11. Veðurstöð í Hljómskálagarðinum, tillaga         Mál nr. US210262

  Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 11. janúar 2022, ásamt glærukynningu frá Veðurstofu Íslands dags. 20. október 2021. Lagt er til að umhverfis- og heilbrigðisráð samþykki tillögu Veðurstofu Ísland um að fá að koma fyrir veðurstöð í Hljómskálagarðinum, nánar tiltekið í suðvesturhorni garðsins eins og sýnt er á meðfylgjandi glærum.

  Samþykkt. 

  Fylgigögn

 12. Votlendissjóður, Tillaga         Mál nr. US210319

  Lagt fram bréf Votlendissjóðs dags. 25. október 2021 þar sem óskað er eftir samstarfi við Reykjavíkurborg um endurheimt votlendis í landi borgarinnar. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. janúar 2022 ásamt svohljóðandi tillögu:

  Lagt er til að samþykkt verði að skrifstofu umhverfisgæða verði falið að undirbúa samstarf eins og lýst er í erindi Votlendissjóðs, skilgreina svæði til endurheimtar og gera drög að samkomulagi sem síðan verði lagt fyrir umhverfis- og heilbrigðisráð.

  Samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins gegn atkvæði fulltrúa Miðflokksins. 

  Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Reykjavík er að gefa frá sér auðlind sem felst í því að afsala sér losun til Votlendissjóðs til átta ára. Það er algjörlega óásættanlegt fyrir borgarbúa. Þarna liggur undir mýrlendi í Arnarholti og í Álfsnesi. Gert er ráð fyrir endurheimta 60% af votlendi í landi Reykjavíkurborgar sem myndu leiða af sér kolefnisbindingu. Verði þessi auðlind framseld er ekki hægt að kolefnisjafna til annarra verkefna Reykjavíkur. Minnt er á að borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ætíð efast um að endurheimt votlendis með því að grafa ofan í skurði skili kolefnisbindingu sem andlag loftslagsheimilda sem skapa verðmæti. Á meðan er verið að grafa upp eina stærstu mýri landsins Vatnsmýrina. Tvískinnungur er orðið sem á hér við.

  Fylgigögn

 13. Úthlutun úr styrktarsjóði fyrir fjöleignarhús, til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla, tillaga         Mál nr. US200386

  Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfis- og skipulagssviðs um úthlutun á styrkjum til húsfélagsins Sóltúni 11 - 13 og Grandavegi 47 úr styrktarsjóði til uppsetninga á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við fjöleignarhús, ásamt fylgigögnum.

  Samþykkt. 

  (D) Ýmis mál

 14. Tillaga fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta, um að stytta afgreiðslutíma þeirra tillagna sem ungmenni leggja fram á árlegum borgarstjórnarfundi og að upplýsingar um útvinnsluferlið verið aðgengilegar.         Mál nr. US210372

  Lagt fram til upplýsinga bréf forsætisnefndar Reykjavíkur dags. 9. desember 2021 þar sem samþykkt var að stytta afgreiðslutíma þeirra tillagna sem fulltrúar í ungmennaráði leggja fram á árlegum borgarstjórnarfundi og að upplýsingar um útvinnsluferlið verið aðgengilegar. Einnig er lögð fram umsögn Forsætisnefndar dags. 2. desember 2021, verklagsreglur skrifstofu borgarstjórnar um fundi og meðferð tillagna Reykjavíkurráðs ungmenna dags. 13. febrúar 2015 og bréf Forsætisnefndar dags. 16. júní 2021.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:53