Gjaldskrá gildir frá 1. jan 2022 fyrir vetrarstarf frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva

Þjónusta

Mánaðaverð

Síðdegishressing

Samtals 

Vistun 5 daga 15.084 4.356 19.440
Vistun 4 daga 12.294 3.487 15.781
Vistun 3 daga 9.493 2.612 12.105
Vistun 2 daga 6.698 1.759 8.457
Vistun 1 dag 3.888 890 4.778
Lengd viðvera 2.264    

 

Ef þjónusta er nýtt kl. 8.00-13.30 á foreldradögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það lengda viðveru. Á ofangreindum dögum geta börnin eftir sem áður dvalið á frístundaheimilunum frá kl. 13.30-17.15. Óskað er eftir skráningu á þessa daga sérstaklega á hverjum stað fyrir sig.

Á flestum frístundaheimilum er boðið upp síðdegishressingu

Ef tvö systkini eða fleiri eru í vistun á frístundaheimilum borgarinnar er veittur 100% afsláttur af frístundagjaldi vegna barna umfram eitt, skilyrði er að systkinin hafi sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá. Foreldrar greiða fæðisgjald fyrir tvö börn þvert á skólastig.

Ef barn á yngra systkin sem er í vistun í leikskóla eða dagforeldri þá er veittur 100% afsláttur  af frístundagjaldi.

Umsókn gildir eitt skólaár í senn (ágúst-júní). Ef þjónustu er sagt upp, eða óskað er eftir breytingum, skal það gert fyrir 15. hvers mánaðar og tekur uppsögnin gildi um næstu mánaðarmót. Hægt er að segja upp þjónustunni á Rafrænni Reykjavík og með skriflegri tilkynningu til forstöðumanns frístundaheimilisins.

Allar nánari upplýsingar eru veittar í viðkomandi frístundamiðstöð eða hjá þjónustuveri Reykjavíkur í  síma 4111111. Starfsfólk frístundamiðstöva leitast við að sinna hlutverki sínu af kostgæfni en ef þú hefur fyrirspurnir eða ábendingar um eitthvað sem betur má fara er hægt að senda tölvupóst á sfs@reykjavik.is.

Gjaldskrá 2022 fyrir sumarstarf frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva

Lýsing Skýring Verð
Sumarnámskeið 6-9 ára - 5 dagar Kl. 9-16 10.014
Viðbótarstund 1 klst. - 5 dagar (kl. 8-9 eða kl. 16-17)   2.920
Sumarnámskeið 6-9 ára - 4 dagar Kl. 9-16 8.015
Viðbótarstund 1 klst. - 4 dagar (kl. 8-9 eða kl. 16-17)   2.337
Sumarnámskeið 6-9 ára - 3 dagar Kl. 9-16 6.016
Viðbótarstund 1 klst. - 3 dagar (kl. 8-9 eða kl. 16-17)   1.754
Sumarnámskeið 6-9 ára - 2 dagar Kl. 9-16 4.013
Viðbótarstund 1 klst. -  2 dagar (kl. 8-9 eða kl. 16-17)   1.165
Sumarnámskeið 6-9 ára -  1 dagur Kl. 9-16 2.003
Viðbótarstund 1 klst. -  1 dagur (kl. 8-9 eða kl. 16-17)   588

*Ekki er hægt að velja um fjölda daga heldur eru þessi verð sett á námskeið sem eru í vikum sem eru með frídögum og í byrjun og lok sumars.

Dagskráin í sumarfrístund stendur yfir frá kl. 9:00-16:00, en hægt er að bæta við viðbótarklukkustund fyrir og eftir, þ.e. kl. 8-9 og/eða kl. 16-17. Foreldrar geta þá valið að bæta við einni eða tveimur klukkustundum og greiða þá aukalega fyrir það sbr. töfluna hér fyrir ofan.

Sendur er einn greiðsluseðill fyrir hvern mánuð í sumarfrístund. Veittur er 20% systkinaafsláttur án umsóknar vegna systkina sem eru með sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá og eru í sumarfrístund á vegum skóla- og frístundasviðs í sama mánuði. Ekki er veittur systkinaafsláttur af gjaldi vegna viðbótarstundar. Vinsamlega athugið að ef hætta á við þátttöku í námskeiði þarf að tilkynna það skriflega til viðkomandi frístundamiðstöðvar að minnsta kosti viku áður en námskeið/smiðja hefst (t.d. fyrir miðnætti á sunnudegi þegar námskeið/smiðja hefst á mánudegi viku seinna). Ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu.

Gjald fyrir sumarfrístund er innheimt eftir á. Gjalddagi er fyrsti dagur næsta mánaðar. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Hafi gjaldið ekki verið greitt á eindaga leggjast á dráttarvextir og vanskilakostnaður. Hafi ekki verið greitt innan 50 daga frá gjalddaga er krafan send í milliinnheimtu hjá Momentum. Ekki er hægt að nota frístundakort til að niðurgreiða sumarstarf.

Ef foreldrar eru af erlendum uppruna og eiga lögheimili í Reykjavík (annað foreldri eða báðir) og barnið hefur búið á Íslandi skemur en tvö ár, eru þrjár vikur án endurgjalds í sumarfrístund/sértækum félagsmiðstöðvum/sumarsmiðjum gegn umsókn þar um. Sótt er um skriflega til viðkomandi frístundamiðstöðar. Þessi afsláttur gildir ekki fyrir börn sem eru með lögheimili erlendis og koma tímabundið hingað til lands yfir sumarmánuðina.
Umsókn um sumarþjónustu í 3 vikur án endurgjalds vegna aðlögunar.

Gjaldskrá 2022 fyrir sumarsmiðjur félagsmiðstöðva fyrir 10-12 ára

Þjónusta Verð
Sumarsmiðjur verð A 767 
Sumarsmiðjur verð B 1.515

Ef sumarsmiðja stendur yfir í meira en einn dag er verðið margfaldað með fjölda daga.

Innheimt er fyrir smiðjur með einni greiðslu í lok tímabilsins, um miðjan júlí. Ekki er veittur systkinaafsláttur af gjaldi í smiðjur.

Vinsamlega athugið að ef hætta á við þátttöku í smiðju þarf að tilkynna það skriflega til viðkomandi frístundamiðstöðvar að minnsta kosti viku áður en smiðja hefst (t.d. fyrir miðnætti á sunnudegi þegar smiðja hefst á mánudegi viku seinna). Ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu.