Gjaldskrá fyrir útgáfu afnotaleyfis af borgarlandi Reykjavíkurborgar

1. gr.
 
Fyrir útgáfu afnotaleyfis[1] af borgarlandi skal borgarstjórn Reykjavíkur innheimta sérstakt gjald samkvæmt gjaldskrá þessari. Gjaldið skal standa undir þeim kostnaði sem verður til vegna útgáfu afnotaleyfis vegna afnota af borgarlandi Reykjavíkur.
2. gr.
Með afnotaleyfi er átt við hvers kyns leyfi um afnot af borgarlandinu svo sem vegna framkvæmda, viðburða eða annarrar tímabundinnar eða ótímabundinnar notkunar á borgarlandinu.  
3. gr.
Við útgáfu afnotaleyfis í borgarlandinu skal innheimta viðmiðunargjald sem nemur kr. 23.666.- fyrir hvert útgefið leyfi. Sé útgáfa afnotaleyfis umfangsminni en sem nemur gjaldinu er skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins heimilt að lækka gjaldið í kr. 5.436 og að sama skapi taka aukagjald, samkvæmt gjaldskrá útseldrar vinnu umhverfis- og skipulagsviðs Reykjavíkur, sé útgáfa afnotaleyfis umfangsmeiri en sem nemur viðmiðunargjaldinu.
4. gr.
Lækkun gjalds er heimil þegar vinna að útgáfu afnotaleyfis er sannarlega undir viðmiðunargjaldi kr. 23.666. Í þeim tilfellum er um að ræða minniháttar afnot t.d. búslóðaflutningar, litlar hverfahátíðar, góðgerðarsölur og viðhald húseigna.
5. gr.
Gjaldið er innheimt af Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 – 14, 105 Reykjavík. Gjalddagi er útgáfudagur reiknings og eindagi 30 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga.
6. gr.
Innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari skulu renna til reksturs Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.
7. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af borgarstjórn Reykjavíkur öðlast gildi við 1. janúar 2017.
Dagur B. Eggertsson
______________________________________
[1] Afnotaleyfi borgarlands er skilgreint sem leyfi fyrir öllum afnotum borgarlands og er heimiluð með sérstakri leyfisveitingu skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins fyrir hönd Reykjavíkurborgar.